Í dag kom endanlega í ljós að Liverpool þarf ekki að spila seinni leik sinn í Meistaradeildinni á Hillsborough-daginn en 15. apríl næstkomandi verða liðin 20 ára frá slysinu hræðilega.
Liverpool hafði lagt inn beiðni að sleppa við að spila á þessum degi þar sem 96 stuðningsmenn félagsins létust í troðningi á undanúrslitaleik í enska bikarnum.
Fyrri leikurinn á móti Chelsea í átta liða úrslitum fer fram á Anfield 8. apríl og liðin spila síðan aftur í Lundúnum 14. apríl.