Óvænt úrslit urðu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar efsta liðið Wolfsburg mátti sætta sig við 2-0 tap gegn Energie Cottbus.
Cottbus, sem er í fallhættu í deildinni, skoraði tvö mörk gegn gangi leiksins í síðari hálfleik og fyrir vikið er forskot Wolfsburg aðeins tvö stig á toppnum þegar fimm umferðir eru eftir.
Wolfsburg hefur 57 stig á toppnum, tveimur stigum meira en Hertha sem vann góðan 1-0 sigur á spútnikliði Hoffenheim á föstudag.
Meistarar Bayern féllu niður í þriðja sæti eftir að hafa tapað 1-0 heima fyrir Schalke í gær. Stuttgart vann Frankfurt 2-0 í gær og Hamburg vann 2-0 sigur á Dortmund.