Hörðustu andstæðingar ESB ættu að styðja aðildarviðræður 22. apríl 2009 11:11 „Hugmyndin um ESB-aðild mun verða uppi á borðinu allt þar til búið verður að fara í gegnum aðildarviðræður og bera þær undir þjóðina. Fyrir andstæðinga aðildar ætti það að vera kappsmál að farið verði í aðildarviðræður sem fyrst, svo hægt sé að hefjast handa og ræða um tillögur þeirra, ESB-andstæðinganna, til lausnar efnahagsvandans." Þetta sagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður Samtaka fjárfesta í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í gær. Og hann bætti því við að ESB umræðan myndi „þvælast fyrir" öllum öðrum tillögum til úrbóta, þar til sú umræða hefur verið útkljáð, með niðurstöðu úr aðildarviðræðum og þjóðaratkvæði í framhaldi af þeim. Að mati Bolla ættu þannig andstæðingar ESB-aðildar að vera hörðustu stuðningsmenn aðildarviðræðna. Afstaða andstæðinganna aðildarviðræðnanna ætti að vera sú, að þegar búið er að hafna aðild þá verði hægt að ráðast í að byggja efnahag þjóðarinnar upp, með þeim hætti sem þeim hugnast. Bolli gerði einnig íslenska krónuna að umræðuefni og sagði hana gjaldmiðill sem hefur verið þjóðinni fjötur um fót allt frá því hann var skilinn frá dönsku krónunni á fyrstu árum fullveldisins. „Gagnsleysi hans og áhætta af notkun krónunnar var hverjum manni ljóst, sem það vildi vita, fljótlega eftir að íslenska hagkerfið var opnað í kjölfar samninganna um evrópska efnahagssvæðið," sagði Bolli. „Samt sem áður var það svo að ef menn töluðu um þá áhættu sem fólgin var í því að vera með eigin gjaldmiðil þá máttu þeir hinir sömu þola að vera úthrópaðir óþjóðhollir landráðamenn sem græfu undan gjaldmiðlinum - Þannig var Ísland; menn voru dregnir í dilka og þeir sem dirfðust að gagnrýna voru umsvifalaust flokkaðir óvinir og gátu átt á hættu útskúfun. Nú hefur það versta gerst, sem fyrir okkur gat komið. Meiri efnahagslegar hörmungar en nokkur gat séð fyrir. Það besta sem við getum vonað er að svo rækileg áföll, séu aðeins til þess fallin að losa okkur við allan vaðalinn en geri okkur kleift að vinda okkur fumlaust í þær betrumbætur á samfélaginu sem óhjákvæmilegt er að við tökumst á við." Kosningar 2009 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
„Hugmyndin um ESB-aðild mun verða uppi á borðinu allt þar til búið verður að fara í gegnum aðildarviðræður og bera þær undir þjóðina. Fyrir andstæðinga aðildar ætti það að vera kappsmál að farið verði í aðildarviðræður sem fyrst, svo hægt sé að hefjast handa og ræða um tillögur þeirra, ESB-andstæðinganna, til lausnar efnahagsvandans." Þetta sagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður Samtaka fjárfesta í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í gær. Og hann bætti því við að ESB umræðan myndi „þvælast fyrir" öllum öðrum tillögum til úrbóta, þar til sú umræða hefur verið útkljáð, með niðurstöðu úr aðildarviðræðum og þjóðaratkvæði í framhaldi af þeim. Að mati Bolla ættu þannig andstæðingar ESB-aðildar að vera hörðustu stuðningsmenn aðildarviðræðna. Afstaða andstæðinganna aðildarviðræðnanna ætti að vera sú, að þegar búið er að hafna aðild þá verði hægt að ráðast í að byggja efnahag þjóðarinnar upp, með þeim hætti sem þeim hugnast. Bolli gerði einnig íslenska krónuna að umræðuefni og sagði hana gjaldmiðill sem hefur verið þjóðinni fjötur um fót allt frá því hann var skilinn frá dönsku krónunni á fyrstu árum fullveldisins. „Gagnsleysi hans og áhætta af notkun krónunnar var hverjum manni ljóst, sem það vildi vita, fljótlega eftir að íslenska hagkerfið var opnað í kjölfar samninganna um evrópska efnahagssvæðið," sagði Bolli. „Samt sem áður var það svo að ef menn töluðu um þá áhættu sem fólgin var í því að vera með eigin gjaldmiðil þá máttu þeir hinir sömu þola að vera úthrópaðir óþjóðhollir landráðamenn sem græfu undan gjaldmiðlinum - Þannig var Ísland; menn voru dregnir í dilka og þeir sem dirfðust að gagnrýna voru umsvifalaust flokkaðir óvinir og gátu átt á hættu útskúfun. Nú hefur það versta gerst, sem fyrir okkur gat komið. Meiri efnahagslegar hörmungar en nokkur gat séð fyrir. Það besta sem við getum vonað er að svo rækileg áföll, séu aðeins til þess fallin að losa okkur við allan vaðalinn en geri okkur kleift að vinda okkur fumlaust í þær betrumbætur á samfélaginu sem óhjákvæmilegt er að við tökumst á við."
Kosningar 2009 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira