Viðskipti erlent

Bandarísk hlutabréf hríðféllu í gær

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bandarísk hlutabréf hríðféllu í verði í gær og er áhyggjum af hag bankastofnana kennt um. Svo mikil var lækkunin að Dow Jones-vísitalan hefur aldrei fallið jafnmikið, þann dag sem bandarískur forseti sver embættiseið, þau 112 ár sem liðin eru síðan vísitalan var fyrst gefin út árið 1896 en hún féll um fjögur prósent.

Standard & Poor´s-vísitalan tók einnig væna dýfu og lækkaði um 5,3 prósent. Lækkun hennar frá áramótum nemur þá 11 prósentum og finnur fréttavefur Bloomberg ekki dæmi um meiri lækkun þrátt fyrir gögn sem ná aftur til ársins 1928.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×