United vann með minnsta mun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2009 18:47 Darren Fletcher og John O'Shea fagna marki þess síðarnefnda í kvöld. Nordic Photos / AFP Manchester United og Arsenal eigast við í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Manchester United vann 1-0 sigur á Arsenal í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Old Trafford í kvöld. United hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik en náði að koma knettinum aðeins einu sinni í markið. Það gerði John O'Shea á sautjándu mínútu. Carlos Tevez, Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo fengu góð færi í fyrri hálfleik og þá átti Ronaldo hörkuskot í slána í þeim síðari. En ekki fór boltinn aftur í netið. Arsene Wenger og hans menn geta ágætlega unað við niðurstöðuna en síðari viðureign liðanna fer fram í Lundúnum í næstu viku. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og fengu nokkur ágæt færi í upphafi leiksins. Það besta fékk Wayne Rooney en Manuel Almunia, markvörður Arsenal, varði vel skalla hans. Varnarmaðurinn ungi Kieran Gibbs fékk það erfiða hlutverk að verjast Cristiano Ronaldo sem var ekki lengi að láta til sín taka í leiknum. Sóknarþunginn bar svo árangur á sautjándu mínútu. Fyrst fékk Carlos Tevez algert dauðafæri eftir sendingu John O'Shea frá hægri en Tevez skaut beint á Almunia af stuttu færi. United fékk þó hornspyrnu og eftir hana barst boltinn á Michael Carrick á fjarstönginni. Hann sendin boltann aftur yfir teiginn þar sem O'Shea var dauðafrír og honum brást ekki bogalistin. Hann skoraði af öryggi og kom United í 1-0 forystu. Arsenal lét þó ekki segjast og fékk ágætt færi skömmu síðar. Boltinn barst á Emmanuel Adebayor sem lagði hann aftur á Cesc Fabregas. Hann var kominn í góða skotstöðu en skaut beint á Edwin van der Sar í markinu. Cristiano Ronaldo fékk svo gott tækifæri til að auka forskot United er hann skallaði að marki eftir sendingu Carlos Tevez. En aftur var Almunia á réttum stað. Arsenal náði að koma sér betur inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Síðari hálfleikur byrjaði þó frekar rólega og fátt um fína drætti í upphafi hans. Á 63. mínútu átti þó Emmanuel Adebayor skot að marki úr ágætu fyrir en boltinn fór yfir mark heimamanna. Á 67. mínútu kom svo Ryan Giggs inn á sem varamaður í skiptum fyrir Anderson. Sá fyrrnefndi lék þar með sinn 800. leik á ferlinum með Manchester United. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Cristiano Ronaldo boltann á miðjum vallarhelmingi Arsenal. Hann tók nokkur skref áfram og lét svo vaða að marki. Glæsilegt skot en boltinn hafnaði í slánni. Sóknarþungi Manchester United hélt áfram eftir þetta og á 78. mínútu náði Giggs að koma knettinum í netið. Markið var þó dæmt af vegna rangstöðu. Nær komust leikmenn ekki og því niðurstaðan 1-0 sigur heimamanna. Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, Evra, O'Shea, Ferdinand, Vidic, Fletcher, Carrick, Anderson, Ronaldo, Rooney, Tevez. Varamenn: Foster, Berbatov, Giggs, Scholes, Park, Rafael, Evans.Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Gibbs, Silvestre, Toure, Diaby, Song, Fabregas, Nasri, Walcott, Adebayor. Varamenn: Fabianski, Eduardo, Denilson, Ramsey, Djourou, Bendtner, Eboue. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Sjá meira
Manchester United og Arsenal eigast við í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Manchester United vann 1-0 sigur á Arsenal í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Old Trafford í kvöld. United hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik en náði að koma knettinum aðeins einu sinni í markið. Það gerði John O'Shea á sautjándu mínútu. Carlos Tevez, Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo fengu góð færi í fyrri hálfleik og þá átti Ronaldo hörkuskot í slána í þeim síðari. En ekki fór boltinn aftur í netið. Arsene Wenger og hans menn geta ágætlega unað við niðurstöðuna en síðari viðureign liðanna fer fram í Lundúnum í næstu viku. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og fengu nokkur ágæt færi í upphafi leiksins. Það besta fékk Wayne Rooney en Manuel Almunia, markvörður Arsenal, varði vel skalla hans. Varnarmaðurinn ungi Kieran Gibbs fékk það erfiða hlutverk að verjast Cristiano Ronaldo sem var ekki lengi að láta til sín taka í leiknum. Sóknarþunginn bar svo árangur á sautjándu mínútu. Fyrst fékk Carlos Tevez algert dauðafæri eftir sendingu John O'Shea frá hægri en Tevez skaut beint á Almunia af stuttu færi. United fékk þó hornspyrnu og eftir hana barst boltinn á Michael Carrick á fjarstönginni. Hann sendin boltann aftur yfir teiginn þar sem O'Shea var dauðafrír og honum brást ekki bogalistin. Hann skoraði af öryggi og kom United í 1-0 forystu. Arsenal lét þó ekki segjast og fékk ágætt færi skömmu síðar. Boltinn barst á Emmanuel Adebayor sem lagði hann aftur á Cesc Fabregas. Hann var kominn í góða skotstöðu en skaut beint á Edwin van der Sar í markinu. Cristiano Ronaldo fékk svo gott tækifæri til að auka forskot United er hann skallaði að marki eftir sendingu Carlos Tevez. En aftur var Almunia á réttum stað. Arsenal náði að koma sér betur inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Síðari hálfleikur byrjaði þó frekar rólega og fátt um fína drætti í upphafi hans. Á 63. mínútu átti þó Emmanuel Adebayor skot að marki úr ágætu fyrir en boltinn fór yfir mark heimamanna. Á 67. mínútu kom svo Ryan Giggs inn á sem varamaður í skiptum fyrir Anderson. Sá fyrrnefndi lék þar með sinn 800. leik á ferlinum með Manchester United. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Cristiano Ronaldo boltann á miðjum vallarhelmingi Arsenal. Hann tók nokkur skref áfram og lét svo vaða að marki. Glæsilegt skot en boltinn hafnaði í slánni. Sóknarþungi Manchester United hélt áfram eftir þetta og á 78. mínútu náði Giggs að koma knettinum í netið. Markið var þó dæmt af vegna rangstöðu. Nær komust leikmenn ekki og því niðurstaðan 1-0 sigur heimamanna. Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, Evra, O'Shea, Ferdinand, Vidic, Fletcher, Carrick, Anderson, Ronaldo, Rooney, Tevez. Varamenn: Foster, Berbatov, Giggs, Scholes, Park, Rafael, Evans.Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Gibbs, Silvestre, Toure, Diaby, Song, Fabregas, Nasri, Walcott, Adebayor. Varamenn: Fabianski, Eduardo, Denilson, Ramsey, Djourou, Bendtner, Eboue.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Sjá meira