Varalitaðir og ómálaðir busar: Þurftu ekki að blása á Kvennóballi Skólalíf skrifar 16. september 2009 20:01 Plötusnúðurinn Danni Deluxe hélt uppi stuðinu á busaballi Kvennó. Því fer fjarri að allir framhaldsskólar láti nemendur sína blása á böllum, en líkt og Skólalíf greindi frá í gær er sá hátturinn hafður á hjá bæði Verzló, MR og fleiri skólum. Þannig var til dæmis ekki beitt áfengismælum á busaballi Kvennó. Sindri Már Hjartarson, gjaldkeri nemendafélagsins Keðjunnar, segir ballið þrátt fyrir það hafa gengið vel fyrir sig. Ballið var haldið á miðvikudegi í byrjun september á Nasa. Að sögn Sindra markaði ballið hápunkt busaviku skólans, þar sem busunum var gert að fylgja ákveðnum reglum til að vígja þá inn í skólann. „Í þrjá daga giltu reglur sem busarnir áttu að fylgja, til dæmis að ganga meðfram veggjum, strákarnir voru með varalit og stelpurnar ómálaðar,“ segir Sindri. Hann segir nemendur skólans ekki hafa þurft að blása í áfengismæli á ballinu og það standi ekki sérstaklega til. Hann bætir þó við að nemendafélagið taki skýrt fram að ölvun ógildi alla miða. Hann segir ballið hafa farið vel fram og allir skemmt sér konunglega. Þá hafi fáir þurft að heimsækja dauðaherbergið. „Kvennó er mjög lítill skóli og hagar sér vel hvert sem hann fer, svo það hefur aldrei verið nauðsyn fyrir svona mæla á okkar böllum. Þetta gæti þó verið skref í rétta átt á stóru böllunum og fyrir nýnemana,“ segir Sindri. Hann segist einkum hafa áhyggjur af því að áfengismælar gætu farið illa í eldri nemendur skólans. Menntaskólar Tengdar fréttir Allir busar látnir blása á Verzlóballi Busaball Verzlunarskólans fer fram nú á fimmtudagskvöldið á skemmtistaðnum Broadway. Árni Kristjánsson, forseti NFVÍ, var í óða önn við að undirbúa ballið þegar Skólalíf náði tali af honum. 15. september 2009 20:04 Frábær busavika í Kvennó Busavikunni er lokið í Kvennaskólanum í Reykjavík. Busarnir eru nú orðnir nýnemar og bjóðum við þau hjartalega velkomin í Kvennó. Busavikan stóð yfir í 3 daga en hún endaði með stórdansleik á Nasa. 3. september 2009 15:08 Áfengismælar frumsýndir: Aðeins tíu dauðir á busaballi MR Aðeins tíu manns enduðu í sjúkragæslu, sem jafnan gengur undir gælunafninu „dauðaherbergið,“ á busaballi MR sem fram fór í upphafi mánaðarins, en það þykir í minna lagi. Árni Freyr Snorrason, Inspector Skólafélagsins, sagðist ánægður með hversu vel ballið fór fram og bætir við að skólastjórnin hafi verið ánægð. 15. september 2009 19:30 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira
Því fer fjarri að allir framhaldsskólar láti nemendur sína blása á böllum, en líkt og Skólalíf greindi frá í gær er sá hátturinn hafður á hjá bæði Verzló, MR og fleiri skólum. Þannig var til dæmis ekki beitt áfengismælum á busaballi Kvennó. Sindri Már Hjartarson, gjaldkeri nemendafélagsins Keðjunnar, segir ballið þrátt fyrir það hafa gengið vel fyrir sig. Ballið var haldið á miðvikudegi í byrjun september á Nasa. Að sögn Sindra markaði ballið hápunkt busaviku skólans, þar sem busunum var gert að fylgja ákveðnum reglum til að vígja þá inn í skólann. „Í þrjá daga giltu reglur sem busarnir áttu að fylgja, til dæmis að ganga meðfram veggjum, strákarnir voru með varalit og stelpurnar ómálaðar,“ segir Sindri. Hann segir nemendur skólans ekki hafa þurft að blása í áfengismæli á ballinu og það standi ekki sérstaklega til. Hann bætir þó við að nemendafélagið taki skýrt fram að ölvun ógildi alla miða. Hann segir ballið hafa farið vel fram og allir skemmt sér konunglega. Þá hafi fáir þurft að heimsækja dauðaherbergið. „Kvennó er mjög lítill skóli og hagar sér vel hvert sem hann fer, svo það hefur aldrei verið nauðsyn fyrir svona mæla á okkar böllum. Þetta gæti þó verið skref í rétta átt á stóru böllunum og fyrir nýnemana,“ segir Sindri. Hann segist einkum hafa áhyggjur af því að áfengismælar gætu farið illa í eldri nemendur skólans.
Menntaskólar Tengdar fréttir Allir busar látnir blása á Verzlóballi Busaball Verzlunarskólans fer fram nú á fimmtudagskvöldið á skemmtistaðnum Broadway. Árni Kristjánsson, forseti NFVÍ, var í óða önn við að undirbúa ballið þegar Skólalíf náði tali af honum. 15. september 2009 20:04 Frábær busavika í Kvennó Busavikunni er lokið í Kvennaskólanum í Reykjavík. Busarnir eru nú orðnir nýnemar og bjóðum við þau hjartalega velkomin í Kvennó. Busavikan stóð yfir í 3 daga en hún endaði með stórdansleik á Nasa. 3. september 2009 15:08 Áfengismælar frumsýndir: Aðeins tíu dauðir á busaballi MR Aðeins tíu manns enduðu í sjúkragæslu, sem jafnan gengur undir gælunafninu „dauðaherbergið,“ á busaballi MR sem fram fór í upphafi mánaðarins, en það þykir í minna lagi. Árni Freyr Snorrason, Inspector Skólafélagsins, sagðist ánægður með hversu vel ballið fór fram og bætir við að skólastjórnin hafi verið ánægð. 15. september 2009 19:30 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira
Allir busar látnir blása á Verzlóballi Busaball Verzlunarskólans fer fram nú á fimmtudagskvöldið á skemmtistaðnum Broadway. Árni Kristjánsson, forseti NFVÍ, var í óða önn við að undirbúa ballið þegar Skólalíf náði tali af honum. 15. september 2009 20:04
Frábær busavika í Kvennó Busavikunni er lokið í Kvennaskólanum í Reykjavík. Busarnir eru nú orðnir nýnemar og bjóðum við þau hjartalega velkomin í Kvennó. Busavikan stóð yfir í 3 daga en hún endaði með stórdansleik á Nasa. 3. september 2009 15:08
Áfengismælar frumsýndir: Aðeins tíu dauðir á busaballi MR Aðeins tíu manns enduðu í sjúkragæslu, sem jafnan gengur undir gælunafninu „dauðaherbergið,“ á busaballi MR sem fram fór í upphafi mánaðarins, en það þykir í minna lagi. Árni Freyr Snorrason, Inspector Skólafélagsins, sagðist ánægður með hversu vel ballið fór fram og bætir við að skólastjórnin hafi verið ánægð. 15. september 2009 19:30