Landsbankinn flækir skuldavandamálin hjá UK Coal 28. ágúst 2009 09:32 Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian er skilanefnd Landsbankans nú að reyna að losa sig við lánin sem bankinn á útistandandi hjá UK Coal. Miklar niðurfærslur á verðmæti lands í eigu UK Coal hafa leitt til þess að félagið var rekið með 80 milljón punda, eða um 16,5 milljarða kr., tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Af þessum sökum hafa viðskiptabankar UK Coal neyðst til þess að fresta uppgjöri á lánasamningum upp á 72 milljónir punda og eiga í viðræðum við félagið um framlenginu á lánum upp á 100 milljón punda í viðbót sem koma áttu til greiðslu fyrir árslok. Jon Lloyd forstjóri UK Coal segir að samningaviðræður við Lloyds Banking Group og hina bankana tvo gangi vel. „Þeir hafa stutt vel við bakið á rekstri okkar," segir hann. Í Guardian segir hinsvegar: „Vandamál vegna Landsbankans hafa gert þessar samningaviðræður erfiðar. Fjárhagsvandræði bankans neyddu stjórnvöld til að bjarga honum en hann er nú að vinda ofan af lánasöfnum sínum þar á meðal þeirra sem hann veitti UK Coal." Það vekur athygli að endurskoðendur félagsins, PricewaterhouseCoopers, hafa ekki áritað uppgjörið fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem bendir til að staða félagsins sé verri en þar komi fram. Greinendur hafa hinsvegar ekki miklar áhyggjur af aukinni skuldasöfnun hjá UK Coal. Þeir telja að verðmæti þess lands sem félagið þarf að afskrifa nú gæti tvöfaldast í verði á næstu fimm árum. Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian er skilanefnd Landsbankans nú að reyna að losa sig við lánin sem bankinn á útistandandi hjá UK Coal. Miklar niðurfærslur á verðmæti lands í eigu UK Coal hafa leitt til þess að félagið var rekið með 80 milljón punda, eða um 16,5 milljarða kr., tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Af þessum sökum hafa viðskiptabankar UK Coal neyðst til þess að fresta uppgjöri á lánasamningum upp á 72 milljónir punda og eiga í viðræðum við félagið um framlenginu á lánum upp á 100 milljón punda í viðbót sem koma áttu til greiðslu fyrir árslok. Jon Lloyd forstjóri UK Coal segir að samningaviðræður við Lloyds Banking Group og hina bankana tvo gangi vel. „Þeir hafa stutt vel við bakið á rekstri okkar," segir hann. Í Guardian segir hinsvegar: „Vandamál vegna Landsbankans hafa gert þessar samningaviðræður erfiðar. Fjárhagsvandræði bankans neyddu stjórnvöld til að bjarga honum en hann er nú að vinda ofan af lánasöfnum sínum þar á meðal þeirra sem hann veitti UK Coal." Það vekur athygli að endurskoðendur félagsins, PricewaterhouseCoopers, hafa ekki áritað uppgjörið fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem bendir til að staða félagsins sé verri en þar komi fram. Greinendur hafa hinsvegar ekki miklar áhyggjur af aukinni skuldasöfnun hjá UK Coal. Þeir telja að verðmæti þess lands sem félagið þarf að afskrifa nú gæti tvöfaldast í verði á næstu fimm árum.
Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira