Handbolti

Stelpurnar náðu að hefna gegn Portúgal

Ómar Þorgeirsson skrifar
Harpa Sif Eyjólfsdóttir.
Harpa Sif Eyjólfsdóttir. Mynd/Anton

Kvennalandslið Íslands í handbolta vann 31-23 stórsigur á Portúgal í seinni vináttulandsleik þjóðanna úti í Portúgal í dag en staðan í hálfleik var 15-10 fyrir Íslandi.

Íslensku stelpurnar náðu þar með að hefna fyrir tapið í fyrri leik liðanna í gær en leikirnir eru liður í undirbúningi kvennalandsliðsins fyrir undankeppni EM sem hefst í október.

Allt annað var að sjá til liðsins í dag en Karen Knútsdóttir og Harpa Sif Eyjólfsdóttir voru markahæstar með sjö mörk hvor en Ásta Birna Gunnarsdóttir kom næst með fimm mörk. Þá stóð Berglind Íris Hansdóttir sig vel í markinu að vanda og varði 16 skot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×