Dæmi um persónulega harmleiki vegna Icesave Telma Tómasson skrifar 5. október 2009 12:07 Talsmaður sparifjáreigenda í Hollandi segir dæmi um persónulega harmleiki vegna tapaðs fjár af Icesave reikningum. Gerard van Vliet, talsmaður hollensku sparifjáreigendanna, sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun, í tilefni þess að nú er rétt um ár liðið frá íslenska bankahruninu. Gagnrýnir hann harðlega að ekki hafi enn verið fundnar viðunandi lausnir vegna Icesave í Hollandi og að sparifjáreigendur hafi ekki enn fengið tjón sitt að fullu bætt, eins og hinir íslensku, bresku og þýsku. Hart er deilt á Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, sem er ekki sagður hafa staðið sig þrátt fyrir þrýsting frá þingmönnum. Van Vliet segir dæmi um að tapað fé af Icesave reikningum hafi leikið hollenska sparifjáreigendur grátt og jafnvel leitt til persónulegra vandamála. Nefnir hann sem dæmi að fólk hafi neyðst til að selja hús sín, misst aðrar eignir, að slitnað hafi upp úr samböndum og hjónaböndum og fólk hafi veikst. Verður þrýst á Wouter Bos um að sparifjáreigendurnir fái skýr svör í þessari viku um lausn á málinu. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Talsmaður sparifjáreigenda í Hollandi segir dæmi um persónulega harmleiki vegna tapaðs fjár af Icesave reikningum. Gerard van Vliet, talsmaður hollensku sparifjáreigendanna, sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun, í tilefni þess að nú er rétt um ár liðið frá íslenska bankahruninu. Gagnrýnir hann harðlega að ekki hafi enn verið fundnar viðunandi lausnir vegna Icesave í Hollandi og að sparifjáreigendur hafi ekki enn fengið tjón sitt að fullu bætt, eins og hinir íslensku, bresku og þýsku. Hart er deilt á Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, sem er ekki sagður hafa staðið sig þrátt fyrir þrýsting frá þingmönnum. Van Vliet segir dæmi um að tapað fé af Icesave reikningum hafi leikið hollenska sparifjáreigendur grátt og jafnvel leitt til persónulegra vandamála. Nefnir hann sem dæmi að fólk hafi neyðst til að selja hús sín, misst aðrar eignir, að slitnað hafi upp úr samböndum og hjónaböndum og fólk hafi veikst. Verður þrýst á Wouter Bos um að sparifjáreigendurnir fái skýr svör í þessari viku um lausn á málinu.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira