Tillitssemi Samfylkingar Jón Kaldal skrifar 13. janúar 2009 06:00 Mikil tillitssemi Samfylkingarinnar og formanns hennar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, við Sjálfstæðisflokkinn, þykir mörgum undarleg. Í síðustu viku vakti til dæmis athygli hversu einarðlega Ingibjörg varði samstarfsflokkinn og ráðherra hans í viðtali í ríkissjónvarpinu. Hvað gengur Ingibjörgu til, er spurt, þegar hún er jafnvel farin að taka málstað Árna Mathiesen sem er nýkominn með falleinkunn frá umboðsmanni Alþingis fyrir óvenju ósvífna skipun í embætti héraðsdómara? Það er örugglega ekki óskastaða formanns Samfylkingarinnar að taka við höggum fyrir slíkar æfingar, eða yfirhöfuð að fá í fangið skammir sem eru með réttu Sjálfstæðisflokksins, aðalhöfundar kerfisins, sem sprakk upp í andlit þjóðarinnar í haust. En hvað gengur þá Ingibjörgu og Samfylkingunni til? Af hverju slítur hún ekki stjórnarsamstarfinu og lætur reyna á hvort það dugi ekki til að knýja fram kosningar, eins og svo víða er krafist? Slíkar vangaveltur hafa gerst háværari með hverri stefnulausu og aðgerðalitlu vikunni sem hefur liðið, og fylgið um leið tínst af Samfylkingunni í skoðanakönnunum. Ein greindarlegasta tilgátan um þolinmæði Samfylkingarinnar var lögð fram fyrir einum og hálfum mánuði, og það af góðum og gegnum sjálfstæðismanni: Benedikt Jóhannessyni, framkvæmdastjóra útgáfufélagsins Heims. Hann skrifaði grein í Fréttablaðið í nóvember þar sem sagði meðal annars: „Það virðist viss þversögn, en ríkisstjórnin sem hefur að undanförnu sætt miklu aðkasti almennings, gæti enn komist á spjöld sögunnar sem tímamótastjórn. Líklega sér Ingibjörg Sólrún þetta og vill ekki spilla þessu tækifæri með ótímabærum kosningum." Ástæðan, samkvæmt mati Benedikts, var sú að Ingibjörg metur stöðuna á þá leið að nú er lag að fá Sjálfstæðisflokkinn til liðs við þá stefnu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það myndi aftur leiða til þess að „eftir nokkur ár væru Íslendingar betur settir en nú og sú staða væri mun styrkari en sú spilaborg sem nú er hrunin". Frá því þetta var skrifað hefur ýmislegt gerst, sem rennir stoðum undir þessa kenningu Benedikts. Það þarf ekki djúpan lestur í spilin til að átta sig á að dagar stjórnarsamstarfsins eru væntanlega taldir ef Landsfundur Sjálfstæðisflokksins kemst að annarri ákvörðun en að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu. Ef sú verður niðurstaðan er alveg víst að það mun aðeins verða til að hella olíu á eld óvissunnar; í stjórnmála- og efnahagslífinu, þar sem ákvörðun um skipan peningamálastefnunnar er mikilvægasta verkefnið. Það sem mest er kallað eftir er framtíðarsýn og vegvísir um hvert við ætlum að stefna sem þjóð. Innganna í Evrópusambandið og upptaka evru eru skýr markmið. Til þess að ná þeim verður að uppfylla ströng efnahagsleg skilyrði. Það er skynsamlegt að leggja sem fyrst í það ferðalag, jafnvel þó þjóðin sætti sig ekki við aðildarsamninginn þegar til kastanna kemur, því ferðin sjálf kallar á aga, festu og framtíðarsýn, sem okkur sárvantar núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Mikil tillitssemi Samfylkingarinnar og formanns hennar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, við Sjálfstæðisflokkinn, þykir mörgum undarleg. Í síðustu viku vakti til dæmis athygli hversu einarðlega Ingibjörg varði samstarfsflokkinn og ráðherra hans í viðtali í ríkissjónvarpinu. Hvað gengur Ingibjörgu til, er spurt, þegar hún er jafnvel farin að taka málstað Árna Mathiesen sem er nýkominn með falleinkunn frá umboðsmanni Alþingis fyrir óvenju ósvífna skipun í embætti héraðsdómara? Það er örugglega ekki óskastaða formanns Samfylkingarinnar að taka við höggum fyrir slíkar æfingar, eða yfirhöfuð að fá í fangið skammir sem eru með réttu Sjálfstæðisflokksins, aðalhöfundar kerfisins, sem sprakk upp í andlit þjóðarinnar í haust. En hvað gengur þá Ingibjörgu og Samfylkingunni til? Af hverju slítur hún ekki stjórnarsamstarfinu og lætur reyna á hvort það dugi ekki til að knýja fram kosningar, eins og svo víða er krafist? Slíkar vangaveltur hafa gerst háværari með hverri stefnulausu og aðgerðalitlu vikunni sem hefur liðið, og fylgið um leið tínst af Samfylkingunni í skoðanakönnunum. Ein greindarlegasta tilgátan um þolinmæði Samfylkingarinnar var lögð fram fyrir einum og hálfum mánuði, og það af góðum og gegnum sjálfstæðismanni: Benedikt Jóhannessyni, framkvæmdastjóra útgáfufélagsins Heims. Hann skrifaði grein í Fréttablaðið í nóvember þar sem sagði meðal annars: „Það virðist viss þversögn, en ríkisstjórnin sem hefur að undanförnu sætt miklu aðkasti almennings, gæti enn komist á spjöld sögunnar sem tímamótastjórn. Líklega sér Ingibjörg Sólrún þetta og vill ekki spilla þessu tækifæri með ótímabærum kosningum." Ástæðan, samkvæmt mati Benedikts, var sú að Ingibjörg metur stöðuna á þá leið að nú er lag að fá Sjálfstæðisflokkinn til liðs við þá stefnu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það myndi aftur leiða til þess að „eftir nokkur ár væru Íslendingar betur settir en nú og sú staða væri mun styrkari en sú spilaborg sem nú er hrunin". Frá því þetta var skrifað hefur ýmislegt gerst, sem rennir stoðum undir þessa kenningu Benedikts. Það þarf ekki djúpan lestur í spilin til að átta sig á að dagar stjórnarsamstarfsins eru væntanlega taldir ef Landsfundur Sjálfstæðisflokksins kemst að annarri ákvörðun en að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu. Ef sú verður niðurstaðan er alveg víst að það mun aðeins verða til að hella olíu á eld óvissunnar; í stjórnmála- og efnahagslífinu, þar sem ákvörðun um skipan peningamálastefnunnar er mikilvægasta verkefnið. Það sem mest er kallað eftir er framtíðarsýn og vegvísir um hvert við ætlum að stefna sem þjóð. Innganna í Evrópusambandið og upptaka evru eru skýr markmið. Til þess að ná þeim verður að uppfylla ströng efnahagsleg skilyrði. Það er skynsamlegt að leggja sem fyrst í það ferðalag, jafnvel þó þjóðin sætti sig ekki við aðildarsamninginn þegar til kastanna kemur, því ferðin sjálf kallar á aga, festu og framtíðarsýn, sem okkur sárvantar núna.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun