Endurmenntunarnámskeið Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 20. janúar 2009 06:00 Í gömlum harðstjórnarríkjum liðinnar aldar voru þeir andófsmenn sem settu sig gegn ríkjandi reglum settir á námskeið og þar var barið í þá nýtt lífsviðhorf í þágu þjóðar og flokks. Oftast voru menn sendir á einhvern útnárann og látnir vinna harðneskjulega vinnu meðan reynt var að heilaþvo þá með ríkjandi gildum harðstjóranna. Fyrir helgina fréttist af endurmenntunarnámskeiðum starfsfólks Glitnis þar sem hert var á nýjum starfsreglum bankans. Áhugamenn um nýtt gildismat hljóta að spyrja hvort ekki er þörf á endurmenntun víðar og þá er eðlilega spurt um námsefni: einhver stakk upp á Hávamálum til að byrja með. Lendir það ekki á hagfræðideildum háskólanna að kalla inn viðskiptafræðinga og MBA-ara síðustu tíu ára og taka þá í læri á ný? Viðskiptaráðið, forystusveit atvinnurekenda, verður að mæta á þannig námskeið, einkum í ljósi þess að flest fyrirtæki landsins eru komin á hnén og falla brátt á hausinn, lenda á eignaskrá bankanna. Hin stórkostlega og víðtæka hlutafélagavæðing er enda komin fyrir björg. Almenningur mun ekki leggja krónu í hlutafé nokkurs fyrirtækis næsta áratuginn. Líklega hefur hlutafélagahugsjóninni verið veitt náðarhögg sem dugar minnst tvær kynslóðir. Enda fátt orðið eftir af sparisjóðum venjulegs fólks sem verður að berjast við að halda þaki yfir höfuðið næstu árin. Og ekki hafa síðustu árgangar úr fornum skólum samvinnuhreyfingarinnar lært neitt um þær merku hugsjónir, nema helst víðtæka samvinnu um að rotta sig saman í eiginhagsmunaskyni og fullnuma sig í klækjum. Því er beðið með eftirvæntingu auglýsinga um námskeið í nýjum hugsjónum atvinnurekstrar á vegum háskólanna með endurskoðuðu pensúmi. Því er treyst að Svafa Grönfeldt hafi forystu um málið. Lagt er til að stofnað verði útibú við ystu strönd og áhugasömum verði fundið húsnæði í verbúð. Þar duga engin vettlingatök. Ef menn verða í vandræðum með kennara má leita í klassíkina og kennsluefnið: hin fornu rit eingyðistrúarinnar, Biblíu og Kóran, forn spekirit búddískra fræða og hindúismans. Okkur vantar ekki nýjar grundvallarreglur, heldur eldgamlar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun
Í gömlum harðstjórnarríkjum liðinnar aldar voru þeir andófsmenn sem settu sig gegn ríkjandi reglum settir á námskeið og þar var barið í þá nýtt lífsviðhorf í þágu þjóðar og flokks. Oftast voru menn sendir á einhvern útnárann og látnir vinna harðneskjulega vinnu meðan reynt var að heilaþvo þá með ríkjandi gildum harðstjóranna. Fyrir helgina fréttist af endurmenntunarnámskeiðum starfsfólks Glitnis þar sem hert var á nýjum starfsreglum bankans. Áhugamenn um nýtt gildismat hljóta að spyrja hvort ekki er þörf á endurmenntun víðar og þá er eðlilega spurt um námsefni: einhver stakk upp á Hávamálum til að byrja með. Lendir það ekki á hagfræðideildum háskólanna að kalla inn viðskiptafræðinga og MBA-ara síðustu tíu ára og taka þá í læri á ný? Viðskiptaráðið, forystusveit atvinnurekenda, verður að mæta á þannig námskeið, einkum í ljósi þess að flest fyrirtæki landsins eru komin á hnén og falla brátt á hausinn, lenda á eignaskrá bankanna. Hin stórkostlega og víðtæka hlutafélagavæðing er enda komin fyrir björg. Almenningur mun ekki leggja krónu í hlutafé nokkurs fyrirtækis næsta áratuginn. Líklega hefur hlutafélagahugsjóninni verið veitt náðarhögg sem dugar minnst tvær kynslóðir. Enda fátt orðið eftir af sparisjóðum venjulegs fólks sem verður að berjast við að halda þaki yfir höfuðið næstu árin. Og ekki hafa síðustu árgangar úr fornum skólum samvinnuhreyfingarinnar lært neitt um þær merku hugsjónir, nema helst víðtæka samvinnu um að rotta sig saman í eiginhagsmunaskyni og fullnuma sig í klækjum. Því er beðið með eftirvæntingu auglýsinga um námskeið í nýjum hugsjónum atvinnurekstrar á vegum háskólanna með endurskoðuðu pensúmi. Því er treyst að Svafa Grönfeldt hafi forystu um málið. Lagt er til að stofnað verði útibú við ystu strönd og áhugasömum verði fundið húsnæði í verbúð. Þar duga engin vettlingatök. Ef menn verða í vandræðum með kennara má leita í klassíkina og kennsluefnið: hin fornu rit eingyðistrúarinnar, Biblíu og Kóran, forn spekirit búddískra fræða og hindúismans. Okkur vantar ekki nýjar grundvallarreglur, heldur eldgamlar.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun