Hvalaskoðun gefur meira af sér en hvalveiðar 23. júní 2009 10:29 Í nýrri skýrslu sem lögð hefur verið fram á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) sem nú stendyr yfir segir að hvalaskoðun gefi nú af sér meiri tekjur á heimsvísu en hvalveiðar. Tekjur af hvalaskoðun nemi nú um 2,1 milljarði punda eða rúmlega 440 milljörðum kr. á ári. Það eru alþjóðleg dýraverndunarsamtök sem standa að skýrslunni og segja þau að hvalveiðilönd geti hagnast á því að skipta veiðunum út fyrir skoðunarferðir. Í frétt um málið á BBC segir að íslenska sendinefndin á fundi IWC sé ekki sammála þessu áliti og bendi á að hvalveiðar og hvalaskoðun geti þróast áfram í sameiningu. Patrick Ramage forstjóri samtakanna sem gerðu skýrsluna segir að hvalaskoðun sé mun sjálfbærri atvinnugrein en hvalveiðar. „Efnahagslega gefur skoðunin mun betur af sér og því eru hvalir meira virði lifandi en dauðir," segir Ramage. BBC ræðir einnig við Tómas Heiðar formann íslensku sendinefndarinnar. Hann segir að hvalveiðar og hvalaskoðun hafi starfi í sátt og samlyndi á Íslandi og hafi gert svo um árabil. „Ásakanir um að hvalveiðar hafi áhrif á hvalaskoðun eru ósannar eins og reynslan sýnir," segir Tómas Heiðar sem bendir á að hvalaskoðun hafi stöðugt aukist á Íslandi eftir að stjórnvöld ákváðu að hefja hvalveiðar að nýju árið 2006. Mest lesið Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í nýrri skýrslu sem lögð hefur verið fram á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) sem nú stendyr yfir segir að hvalaskoðun gefi nú af sér meiri tekjur á heimsvísu en hvalveiðar. Tekjur af hvalaskoðun nemi nú um 2,1 milljarði punda eða rúmlega 440 milljörðum kr. á ári. Það eru alþjóðleg dýraverndunarsamtök sem standa að skýrslunni og segja þau að hvalveiðilönd geti hagnast á því að skipta veiðunum út fyrir skoðunarferðir. Í frétt um málið á BBC segir að íslenska sendinefndin á fundi IWC sé ekki sammála þessu áliti og bendi á að hvalveiðar og hvalaskoðun geti þróast áfram í sameiningu. Patrick Ramage forstjóri samtakanna sem gerðu skýrsluna segir að hvalaskoðun sé mun sjálfbærri atvinnugrein en hvalveiðar. „Efnahagslega gefur skoðunin mun betur af sér og því eru hvalir meira virði lifandi en dauðir," segir Ramage. BBC ræðir einnig við Tómas Heiðar formann íslensku sendinefndarinnar. Hann segir að hvalveiðar og hvalaskoðun hafi starfi í sátt og samlyndi á Íslandi og hafi gert svo um árabil. „Ásakanir um að hvalveiðar hafi áhrif á hvalaskoðun eru ósannar eins og reynslan sýnir," segir Tómas Heiðar sem bendir á að hvalaskoðun hafi stöðugt aukist á Íslandi eftir að stjórnvöld ákváðu að hefja hvalveiðar að nýju árið 2006.
Mest lesið Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira