Viðskipti erlent

Rafmagnsbíll Mitsubishi á íslenskum þjóðvegum

MiEV (Mitsubishi innovative Electric Vehicle)
MiEV (Mitsubishi innovative Electric Vehicle)

Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi ætlar að gera íslendingum kleift að keyra MiEV rafmagnsbílinn sinn fyrstir allra í komandi framtíð. Þannig ætlar bílaframleiðandinn að hjálpa íslendingum að ná takmarki sínu um að vera lausir við jarðefnaeldsneyti árið 2050.

Þetta kemur fram á vefsíðunni NewsNow.

Það undarlega er að MiEV (Mitsubishi innovative Electric Vehicle) bifreiðin verður ekki í boði fyrir japani fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar, sem þykir afar undarleg ákvörðun bílaframleiðandans.

Bíllinn getur keyrt um 100 mílur á einni hleðslu, sem ætti að vera meira en nóg í undirbúningi þjóðarinnar yfir í hentugri og grænni farartæki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×