Barroso minnti írska kjósendur á örlög Íslands 23. september 2009 08:37 José Manuel Barroso nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Ervrópusambandsins minnti írska kjósendur á örlög Íslendinga þegar hann heimsótti Limerick á Írlandi um síðustu helgi. Barroso var þar á ferð til að styðja baráttuna fyrir því að Írar samþykktu Lisbon-sáttmálann í komandi kosningum. "Á Íslandi fór fólk í hraðbanka og það voru engir peningar til staðar í þeim," sagði Barroso og minnti jafnframt á að hingað til hefði ESB lánað írskum bönkum 120 milljarða evra frá því að fjármálakreppan hófst á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barroso notar Ísland til að bera saman við Írland. Á blaðamannafundi í febrúar voru þessi orð höfð eftir honum: „Ástandið í löndum evrusvæðisins væri mun verra og miklu erfiðara ef við hefðum ekki evruna. Ég nefni gjarnan Írland og ber saman við Ísland, sem gott dæmi um velgengni evrusvæðisins." Í heimsókn sinni til Limerick notaði Barroso tækifærið til að lýsa því yfir að ESB myndi veita tæplega 15 milljóna evra styrk til þess starfsfólks í borginni sem misst hefði vinnu sína þar sem Dell hefði ákveðið að flytja verksmiðju sína í borginni til Póllands. Þessi yfirlýsing sem og gífurlegt fjármagn sem mörg fyrirtæki hafa notað til að berjast fyrir því að Írar samþykki Lisbon-sáttmálann hefur vakið töluverða reiða meðal Íra. Margir þeirra segja að verið sé að reyna að kaupa þjóðina til að samþykkja sáttmálann. Í umfjöllun breska blaðsins The Time um málið segir að meðal annars hafi Ryanair auglýst milljón ókeypis flugsæti fyrir "milljón já-atkvæði fyrir Evrópu". Þá hefur Intel, sem er með 4.000 starfsmenn á Írlandi sagt að það muni eyða 200 þúsund pundum í auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að segja já, svo dæmi séu tekin. Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
José Manuel Barroso nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Ervrópusambandsins minnti írska kjósendur á örlög Íslendinga þegar hann heimsótti Limerick á Írlandi um síðustu helgi. Barroso var þar á ferð til að styðja baráttuna fyrir því að Írar samþykktu Lisbon-sáttmálann í komandi kosningum. "Á Íslandi fór fólk í hraðbanka og það voru engir peningar til staðar í þeim," sagði Barroso og minnti jafnframt á að hingað til hefði ESB lánað írskum bönkum 120 milljarða evra frá því að fjármálakreppan hófst á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barroso notar Ísland til að bera saman við Írland. Á blaðamannafundi í febrúar voru þessi orð höfð eftir honum: „Ástandið í löndum evrusvæðisins væri mun verra og miklu erfiðara ef við hefðum ekki evruna. Ég nefni gjarnan Írland og ber saman við Ísland, sem gott dæmi um velgengni evrusvæðisins." Í heimsókn sinni til Limerick notaði Barroso tækifærið til að lýsa því yfir að ESB myndi veita tæplega 15 milljóna evra styrk til þess starfsfólks í borginni sem misst hefði vinnu sína þar sem Dell hefði ákveðið að flytja verksmiðju sína í borginni til Póllands. Þessi yfirlýsing sem og gífurlegt fjármagn sem mörg fyrirtæki hafa notað til að berjast fyrir því að Írar samþykki Lisbon-sáttmálann hefur vakið töluverða reiða meðal Íra. Margir þeirra segja að verið sé að reyna að kaupa þjóðina til að samþykkja sáttmálann. Í umfjöllun breska blaðsins The Time um málið segir að meðal annars hafi Ryanair auglýst milljón ókeypis flugsæti fyrir "milljón já-atkvæði fyrir Evrópu". Þá hefur Intel, sem er með 4.000 starfsmenn á Írlandi sagt að það muni eyða 200 þúsund pundum í auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að segja já, svo dæmi séu tekin.
Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur