Fram sótti tvö stig á Ásvelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. nóvember 2009 15:32 Sara Sigurðardóttir átti fínan leik í dag. Mynd/Valli Fram vann í dag góðan sigur á Haukum, 27-24, í eina leik dagsins í N1-deild kvenna. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og liðin skiptust á að vera með forystu. Framarar sigur þó fram úr á lokamínútum hálfleiksins eftir að heimamenn misstu nokkra leikmenn af velli með skömmu millibili. Staðan í hálfleik var 15-13, Haukum í vil. Ekkert var skorað fyrstu fimm mínutur síðari hálfleiks en þó svo að markvarsla hafði verið mjög öflug var varnarleikurinn ekkert sérstakur. Bæði lið virtust ætla að bæta úr því í seinni hálfleik. En það sem varð Haukum að falli í dag var að liðið gerði gríðarlega mörg mistök í sókninni. Leikmenn köstuðu frá sér boltanum hvað eftir annað og það var ekki fyrr en á síðustu fimm mínútum leiksins að Haukarnir fóru að saxa á forskot Framara. En þá var einfaldlega of naumur tími til stefnu. Haukar náðu að vísu að minnka muninn í eitt mark þegar tvær mínútur voru eftir en misstu þá mann af velli. Framarar skoruðu og tryggðu sér í raun sigurinn. Markverðirnir Heiða Ingólfsdóttir hjá Haukum og Íris Björk Símonardóttir hjá Fram áttu frábæran leik í dag. Hjá Haukum var Ramune Pekarskyte öflug í sókninni og Hanna G. Stefánsdóttir átti marga góða spretti. Stella Sigurðardóttir fór mikinn í liði Fram og Karen Knútsdóttir atti mjög fínan síðari hálfleik. Annars var liðsheild Framara mun sterkari í dag og það var það sem skildi á milli liðanna. Haukar - Fram 24 - 27 Mörk Hauka (skot): Ramune Pekarskyte 8 (12), Hanna G. Stefánsdóttir 8/3 (13/4), Nína B. Arnfinnsdóttir 2 (2), Erna Þráinsdóttir 2 (3), Karen Helga Sigurjónsdóttir 2 (3), Nína K. Björnsdóttir 1 (4), Ester Óskarsdóttir 1 (7).Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 18/1 (45/3, 40%)Hraðaupphlaup: 6 (Hanna G. 3, Ramune 2, Karen Helga 1).Fiskuð víti: 4 (Nína B. 2, Ester 1, Nína K. 1).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 10/1 (19/2), Karen Knútsdóttir 5/1 (7/1), Ásta Birna Gunnarsdóttir 4 (4), Pavla Nevalirova 3 (7), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3 (4), Hildur Þorgeirsdóttir 1 (8), Marthe Sördal 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1 (39/4, 38%).Hraðaupphlaup: 10 (Stella 3, Ásta Birna 3, Guðrún Þóra 2, Karen 2).Fiskuð víti: 3 (Guðrún Þóra 1, Ásta Birna 1, Pavla 1).Utan vallar: 6 mínútur. Olís-deild kvenna Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Sjá meira
Fram vann í dag góðan sigur á Haukum, 27-24, í eina leik dagsins í N1-deild kvenna. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og liðin skiptust á að vera með forystu. Framarar sigur þó fram úr á lokamínútum hálfleiksins eftir að heimamenn misstu nokkra leikmenn af velli með skömmu millibili. Staðan í hálfleik var 15-13, Haukum í vil. Ekkert var skorað fyrstu fimm mínutur síðari hálfleiks en þó svo að markvarsla hafði verið mjög öflug var varnarleikurinn ekkert sérstakur. Bæði lið virtust ætla að bæta úr því í seinni hálfleik. En það sem varð Haukum að falli í dag var að liðið gerði gríðarlega mörg mistök í sókninni. Leikmenn köstuðu frá sér boltanum hvað eftir annað og það var ekki fyrr en á síðustu fimm mínútum leiksins að Haukarnir fóru að saxa á forskot Framara. En þá var einfaldlega of naumur tími til stefnu. Haukar náðu að vísu að minnka muninn í eitt mark þegar tvær mínútur voru eftir en misstu þá mann af velli. Framarar skoruðu og tryggðu sér í raun sigurinn. Markverðirnir Heiða Ingólfsdóttir hjá Haukum og Íris Björk Símonardóttir hjá Fram áttu frábæran leik í dag. Hjá Haukum var Ramune Pekarskyte öflug í sókninni og Hanna G. Stefánsdóttir átti marga góða spretti. Stella Sigurðardóttir fór mikinn í liði Fram og Karen Knútsdóttir atti mjög fínan síðari hálfleik. Annars var liðsheild Framara mun sterkari í dag og það var það sem skildi á milli liðanna. Haukar - Fram 24 - 27 Mörk Hauka (skot): Ramune Pekarskyte 8 (12), Hanna G. Stefánsdóttir 8/3 (13/4), Nína B. Arnfinnsdóttir 2 (2), Erna Þráinsdóttir 2 (3), Karen Helga Sigurjónsdóttir 2 (3), Nína K. Björnsdóttir 1 (4), Ester Óskarsdóttir 1 (7).Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 18/1 (45/3, 40%)Hraðaupphlaup: 6 (Hanna G. 3, Ramune 2, Karen Helga 1).Fiskuð víti: 4 (Nína B. 2, Ester 1, Nína K. 1).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 10/1 (19/2), Karen Knútsdóttir 5/1 (7/1), Ásta Birna Gunnarsdóttir 4 (4), Pavla Nevalirova 3 (7), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3 (4), Hildur Þorgeirsdóttir 1 (8), Marthe Sördal 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1 (39/4, 38%).Hraðaupphlaup: 10 (Stella 3, Ásta Birna 3, Guðrún Þóra 2, Karen 2).Fiskuð víti: 3 (Guðrún Þóra 1, Ásta Birna 1, Pavla 1).Utan vallar: 6 mínútur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Sjá meira