Svissneski dómarinn Massimo Busacca fær það verkefni að dæma úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í Rómarborg á miðvikudaginn þar sem Manchester United og Barcelona eigast við.
Busacca þessi er fertugur og kemur frá ítölskumælandi hluta Sviss í suðri. Hann hefur verið alþjóðlegur dómari síðan árið 1999 og dæmdi m.a. á HM árið 2006.
Busacca dæmdi leik Manchester United og Barcelona í undanúrslitum keppninnar í fyrra og síðari leik United og Porto í keppninni á þessari leiktíð.
Hann á að baki 32 leiki í meistaradeildinni, þar af sex á þessari leiktíð.