Losa þarf gjaldeyrishöft og lækka vexti Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. janúar 2009 00:01 „Áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins styðja við góða stefnu, ekki einstaka stjórnmálaflokka eða stjórnarsamsteypur," segir Mark Flanagan, sem fer fyrir sendinefnd AGS hér á landi. „Stuðningur [AGS] heldur áfram, svo fremi sem viðeigandi aðgerðum er við haldið á Íslandi." Þetta eru viðbrögð Flanagans við sviptingum á sviði stjórnmálanna hér, en sendinefnd AGS kemur til landsins um miðjan næsta mánuð og fer yfir framvindu efnahagsáætlunar þeirrar sem lögð var til grundvallar stuðningi sjóðsins við Ísland. Aðkoma og eftirlit AGS tryggir trúverðugleika áætlunarinnar og er forsenda erlendrar lántöku ríkisins í þeim aðgerðum sem grípa þarf til. Í þeim viðsjárverðu aðstæðum sem þjóðin er í, þar sem fjöldi fyrirtækja og heimila ramba á barmi gjaldþrots, er ekki laust við að setji að manni ákveðinn ugg við þær sviptingar sem eiga sér stað á væng stjórnmálanna. Viðbrögð dagsins ráða hagsæld framtíðar. Mistök í hagstjórn kunna að kalla yfir þjóðina langvarandi erfiðleika og fátækt en rétt viðbrögð gætu orðið til þess að þjóðarbúið rétti tiltölulega hratt úr kútnum og standi jafnvel sterkara á eftir. „Ég tel að ástandið í efnahagsmálum nú sé hættulegra en nokkru sinni áður á lýðveldistímanum," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, í blaðinu í dag. Skuggabankastjórn Markaðarins fjallar um horfur í efnahagslífinu í miðopnu blaðsins í tilefni af því að Seðlabankinn á samkvæmt dagskrá að ákvarða stýrivexti á morgun. Í umfjöllun skuggabankastjórnarinnar er lögð áhersla á að leysa hér gjaldeyriskreppuna svo að lækka megi vextina sem liggja eins og mara á atvinnulífinu. Til skemmri tíma er lykilatriði að vinna samkvæmt áætlun þeirri sem lögð var fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og laga að aðstæðum hverju sinni í samstarfi við sendinefnd sjóðsins. Þessi leið ásamt mannabreytingum í stofnunum og ráðuneytum er forsenda þess að það takist að vinna til baka tiltrú á efnahagsstjórnina og um leið á gjaldmiðilinn. Langtímahagsmunum þjóðarinnar er svo best borgið í fullri samleið með öðrum Evrópuþjóðum og þátttöku í myntsamstarfi þeirra. Að öðrum kosti stendur valið líkast til um öfgafullar hagsveiflur sem rót sína eiga í óstöðugri mynt, eða gjaldeyrishöft og fylgifiska þeirra. Trúverðug áætlun til lengri tíma styður svo jafnframt við þær aðgerðir sem gripið er til með skammtímasjónarmið í huga. Skammtíma- og langtímahagsmunir þjóðarinnar verða ekki sundur slitnir. „Verði ekki tekin skref í átt til Evrópusambandsaðildar þarf þjóðin að horfast í augu við þann möguleika að hér verði engin frjáls gjaldeyrisviðskipti til margra ára," segir Ólafur Ísleifsson. Viðvarandi gjaldeyrishöft eru svo líkleg til að hrekja úr landi sum stöndugustu fyrirtæki þjóðarinnar auk þess sem spurningar vakna um hvort við uppfyllum þá skilyrðin um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Við fall bankanna færðist landið úr því að vera þjónustuhagkerfi yfir í að vera fremur einsleitt framleiðsluhagkerfi. Vera má að á einhverjum bæjum ríki fortíðarþrá eftir tíma þar sem atvinnuvegum var handstýrt af væng stjórnmálanna og ríkisvaldið hlutaðist til um hvað tilhlýðilegt væri að meðalferðalangurinn tæki með sér af peningum til útlanda. Ólíklegt er þó að fólk muni sætta sig við þann samdrátt og atvinnumissi sem þjóðfélagsskipan sem þessi hefði í för með sér, þótt ef til vill þurfum við að taka einhver skref til viðbótar í þessa átt áður en samstaða næst um að byggja hér upp af krafti á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
„Áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins styðja við góða stefnu, ekki einstaka stjórnmálaflokka eða stjórnarsamsteypur," segir Mark Flanagan, sem fer fyrir sendinefnd AGS hér á landi. „Stuðningur [AGS] heldur áfram, svo fremi sem viðeigandi aðgerðum er við haldið á Íslandi." Þetta eru viðbrögð Flanagans við sviptingum á sviði stjórnmálanna hér, en sendinefnd AGS kemur til landsins um miðjan næsta mánuð og fer yfir framvindu efnahagsáætlunar þeirrar sem lögð var til grundvallar stuðningi sjóðsins við Ísland. Aðkoma og eftirlit AGS tryggir trúverðugleika áætlunarinnar og er forsenda erlendrar lántöku ríkisins í þeim aðgerðum sem grípa þarf til. Í þeim viðsjárverðu aðstæðum sem þjóðin er í, þar sem fjöldi fyrirtækja og heimila ramba á barmi gjaldþrots, er ekki laust við að setji að manni ákveðinn ugg við þær sviptingar sem eiga sér stað á væng stjórnmálanna. Viðbrögð dagsins ráða hagsæld framtíðar. Mistök í hagstjórn kunna að kalla yfir þjóðina langvarandi erfiðleika og fátækt en rétt viðbrögð gætu orðið til þess að þjóðarbúið rétti tiltölulega hratt úr kútnum og standi jafnvel sterkara á eftir. „Ég tel að ástandið í efnahagsmálum nú sé hættulegra en nokkru sinni áður á lýðveldistímanum," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, í blaðinu í dag. Skuggabankastjórn Markaðarins fjallar um horfur í efnahagslífinu í miðopnu blaðsins í tilefni af því að Seðlabankinn á samkvæmt dagskrá að ákvarða stýrivexti á morgun. Í umfjöllun skuggabankastjórnarinnar er lögð áhersla á að leysa hér gjaldeyriskreppuna svo að lækka megi vextina sem liggja eins og mara á atvinnulífinu. Til skemmri tíma er lykilatriði að vinna samkvæmt áætlun þeirri sem lögð var fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og laga að aðstæðum hverju sinni í samstarfi við sendinefnd sjóðsins. Þessi leið ásamt mannabreytingum í stofnunum og ráðuneytum er forsenda þess að það takist að vinna til baka tiltrú á efnahagsstjórnina og um leið á gjaldmiðilinn. Langtímahagsmunum þjóðarinnar er svo best borgið í fullri samleið með öðrum Evrópuþjóðum og þátttöku í myntsamstarfi þeirra. Að öðrum kosti stendur valið líkast til um öfgafullar hagsveiflur sem rót sína eiga í óstöðugri mynt, eða gjaldeyrishöft og fylgifiska þeirra. Trúverðug áætlun til lengri tíma styður svo jafnframt við þær aðgerðir sem gripið er til með skammtímasjónarmið í huga. Skammtíma- og langtímahagsmunir þjóðarinnar verða ekki sundur slitnir. „Verði ekki tekin skref í átt til Evrópusambandsaðildar þarf þjóðin að horfast í augu við þann möguleika að hér verði engin frjáls gjaldeyrisviðskipti til margra ára," segir Ólafur Ísleifsson. Viðvarandi gjaldeyrishöft eru svo líkleg til að hrekja úr landi sum stöndugustu fyrirtæki þjóðarinnar auk þess sem spurningar vakna um hvort við uppfyllum þá skilyrðin um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Við fall bankanna færðist landið úr því að vera þjónustuhagkerfi yfir í að vera fremur einsleitt framleiðsluhagkerfi. Vera má að á einhverjum bæjum ríki fortíðarþrá eftir tíma þar sem atvinnuvegum var handstýrt af væng stjórnmálanna og ríkisvaldið hlutaðist til um hvað tilhlýðilegt væri að meðalferðalangurinn tæki með sér af peningum til útlanda. Ólíklegt er þó að fólk muni sætta sig við þann samdrátt og atvinnumissi sem þjóðfélagsskipan sem þessi hefði í för með sér, þótt ef til vill þurfum við að taka einhver skref til viðbótar í þessa átt áður en samstaða næst um að byggja hér upp af krafti á ný.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun