Viðskipti erlent

Hyggjast niðurgreiða lærlingsstöður

Atvinnulausum nýútskrifuðum námsmönnum í Bretlandi verða boðnar lærlingsstöður þar sem launakostnaður verður niðurgreiddur af ríkinu. Þetta kemur fram í viðtali við John Denham vinnumálaráðherra í Daily Telegraph.

Þúsundir menntaðra manna hafa misst vinnuna í kreppunni, og því ekki um auðugan garð að gresja í atvinnumálum fyrir þá 400 þúsund námsmenn sem gert er ráð fyrir að útskrifist í sumar.

Til að skapa störf fyrir námsmennina hafa yfirvöld rætt við stórfyrirtæki, og hafa fjögur þeirra, þar á meðal Barklays bankinn og Microsoft þegar ákveðið að taka þátt í áætluninni.

Þá sagði Denham í viðtalinu að til greina kæmi að lengja skólaskyldu til átján ára aldurs, til að forðast að þeir sem útskrifast úr grunnskóla þetta árið bætist á atvinnuleysisskrá.

Nærri tvær milljónir manna eru atvinnulausar á Bretlandseyjum. Sumir sérfræðingar því að allt að þrjár milljónir gætu verið án atvinnu árið 2010, eða tíu prósent vinnuaflans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×