Bouton kveður risabankann 30. apríl 2009 04:30 Fyrrverandi forstjóri franska bankans Societe Generale segist hafa sætt vægðarlausri gagnrýni vegna hrakfara bankans síðasta árið. Fréttablaðið/AP Daniel Bouton, fyrrverandi forstjóri og núverandi stjórnarformaður franska risabankans Societe Generale, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með næsta mánuði. Ástæðurnar segir hann vægðarlausa gagnrýni á störf sín. Bouton sat í bankastjórastólnum þegar mál verðbréfamiðlarans Jerome Kerviels komst upp en það er það bíræfnasta í sögu verðbréfabrota innan bankageirans ef frá er talin svikamylla Bernie Madoffs. Verðbréfaviðskipti Kerviels voru langt út yfir heimildir. Grunur hefur leikið á að stjórn bankans hafi verið kunnugt um brotin en lokað augunum fyrir þeim þegar bankinn hagnaðist á þeim. Á endanum tapaði bankinn 4,9 milljörðum evra vegna þessa, tæpum 500 milljörðum íslenskra króna á þeim tíma þegar málið komst upp í janúar í fyrra. Bankinn hefur síðan þá glímt við verulega fjárhagserfiðleika og varð að leita til franskra stjórnvalda eftir 1,7 milljarða evra láni. Bouton stóð upp úr forstjórastólnum vegna málsins fyrir ári og tók við stjórnarformennsku. Hann fær engar starfslokagreiðslur, að sögn breska ríkisútvarpsins. Kerviel sat í fangelsi í tæpa tvo mánuði í fyrravor. Hann gengur nú laus því enn er verið að rannsaka mál hans. - jab Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Daniel Bouton, fyrrverandi forstjóri og núverandi stjórnarformaður franska risabankans Societe Generale, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með næsta mánuði. Ástæðurnar segir hann vægðarlausa gagnrýni á störf sín. Bouton sat í bankastjórastólnum þegar mál verðbréfamiðlarans Jerome Kerviels komst upp en það er það bíræfnasta í sögu verðbréfabrota innan bankageirans ef frá er talin svikamylla Bernie Madoffs. Verðbréfaviðskipti Kerviels voru langt út yfir heimildir. Grunur hefur leikið á að stjórn bankans hafi verið kunnugt um brotin en lokað augunum fyrir þeim þegar bankinn hagnaðist á þeim. Á endanum tapaði bankinn 4,9 milljörðum evra vegna þessa, tæpum 500 milljörðum íslenskra króna á þeim tíma þegar málið komst upp í janúar í fyrra. Bankinn hefur síðan þá glímt við verulega fjárhagserfiðleika og varð að leita til franskra stjórnvalda eftir 1,7 milljarða evra láni. Bouton stóð upp úr forstjórastólnum vegna málsins fyrir ári og tók við stjórnarformennsku. Hann fær engar starfslokagreiðslur, að sögn breska ríkisútvarpsins. Kerviel sat í fangelsi í tæpa tvo mánuði í fyrravor. Hann gengur nú laus því enn er verið að rannsaka mál hans. - jab
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira