Fótbolti

Meistaradeildin: Ronaldo með tvennu fyrir Real Madrid

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ronaldo fagnar einu marka sinna í kvöld.
Ronaldo fagnar einu marka sinna í kvöld. Nordic photos/AFP

Fyrstu leikir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fóru fram í kvöld þegar átta leikir fóru fram í riðlium a til d.

Þar bar hæst að stjörnumprýtt lið Real Madrid vann 2-5 sigur gegn FC Zürich og ensku félögin Manchester United og Chelsea unnu bæði góða sigra.

Real Madrid leiddi 0-3 í hálfleik gegn FC Zürich með mörkum Cristiano Ronaldo, Raul og Gonzalo Higuain en sigurinn var ekki höfn þá.

Svisslendingarnir svöruðu með tveimur mörkum með stuttu millibili um miðbik síðari hálfleiks en það voru svo Ronaldo og Guti sem innsigluðu sigur Madridinga með tveimur mörkum á lokakafla leiksins.

Niðurstaðan var sem segir 2-5 sigur Real Madrid en Ronaldo skoraði bæði mörk sín í leiknum beint úr aukaspyrnum.

Paul Scholes skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United heimsótti Besiktas til Tyrklands í fremur tíðindalitlum leik lengi vel en engu að síður frábær byrjun hjá Sir Alex Ferguson og lærisveinum hans á erfiðum útivelli.

Chelsea lét sér einnig nægja að vinna með einu marki sem Nicolas Anelka skoraði í upphafi síðari hálfleiks gegn Porto á Brúnni.

Úrslit kvöldsins og markaskorarar:

A-riðill:

Juventus-Bordeaux 1-1


1-0 Vincenzo Laquinta (63.), 1-1 Jaroslav Plasil (75.).

Maccabi Haifa-Bayern München 0-3

0-1 Daniel van Buyten (65.), 0-2 Thomas Muller (85.), 0-3 Thomas Muller (88.).

B-riðill:

Wolfsburg-CSKA Moskva 3-1


1-0 Grafite (35.), 2-0 Grafite (41.), 2-1 Alan Dzagoev (77.), 3-1 Grafite (87.).

Besiktas-Manchester United 0-1

0-1 Paul Scholes (77.).

C-riðill:

FC Zürich-Real Madrid 2-5


0-1 Cristiano Ronaldo (27.), 0-2 Raul (34.), 0-3 Gonzalo Higuain (45.), 1-3 Margairaz (64.), 2-3 Aegerter (65.), 2-4 Ronaldo (89.), 2-5 Guti (90.).

Marseille-AC Milan 1-2

0-1 Filippo Inzaghi (28.), 1-1 Gabriel Heinze (50.), 1-2 Filippo Inzaghi (76.).

D-riðill:

Chelsea-Porto 1-0


1-0 Nicolas Anelka (48.).

Atletico Madrid-APOEL FC 0-0












Fleiri fréttir

Sjá meira


×