Hoffenheim fékk annan skell gegn Leverkusen 13. febrúar 2009 22:33 Leikmenn Leverkusen væru eflaust til í að mæta Hoffenheim oftar NordicPhotos/GettyImages Öskubuskulið Hoffenheim hefur farið mikinn í þýsku úrvalsdeildinni í vetur, en í kvöld steinlá liðið 4-1 heima fyrir Leverkusen. Þetta var í annað sinn á leiktíðinni sem Leverkusen tekur nýliðana í kennslustund. Hoffenheim hefur eflaust óskað þess að hefna fyrir 5-2 tap sitt í fyrri viðureign liðanna í ágúst þegar flautað var til leiks á nýja Rhein-Neckar Stadion, en eins og í fyrri leiknum voru það Leverkusen-menn sem réðu ferðinni. Patrick Helmes kom gestunum yfir eftir aðeins þrjár mínútur og bætti Leverkusen við tveimur mörkum til viðbótar fyrir hlé. Vonir heimamanna vöknuðu tímabundið þegar Sejad Salihovic minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu en Gonzalo Castro skoraði síðan fjórða mark Leverkusen með skalla og eftir það var allur vindur úr heimaliðinu. Hoffenheim 4-1 Leverkusen 0-1 Helmes (3) 0-2 Rolfes (12) 1-2 Salihovic (31 víti) 1-3 Helmes (45+1) 1-4 Castro (47) Hoffenheim er enn á toppnum í deildinni þrátt fyrir tapið og hefur hlotið 39 stig í 20 leikjum en nú er hinsvegar svo komið að bæði Bayern Munchen (38 stig) og Hertha Berlín (37 stig) geta komist upp fyrir liðið með sigri í leikjunum sem liðin eiga til góða. Leverkusen er komið í fjórða sætið með 36 stig líkt og HSV, en nokkuð bil er niður í sjötta sætið þar sem Stuttgart situr með 31 stig. Gladbach er sem fyrr á botninum með aðeins 12 stig og virðist dauðadæmt til að falla enn eina ferðina. Þýski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira
Öskubuskulið Hoffenheim hefur farið mikinn í þýsku úrvalsdeildinni í vetur, en í kvöld steinlá liðið 4-1 heima fyrir Leverkusen. Þetta var í annað sinn á leiktíðinni sem Leverkusen tekur nýliðana í kennslustund. Hoffenheim hefur eflaust óskað þess að hefna fyrir 5-2 tap sitt í fyrri viðureign liðanna í ágúst þegar flautað var til leiks á nýja Rhein-Neckar Stadion, en eins og í fyrri leiknum voru það Leverkusen-menn sem réðu ferðinni. Patrick Helmes kom gestunum yfir eftir aðeins þrjár mínútur og bætti Leverkusen við tveimur mörkum til viðbótar fyrir hlé. Vonir heimamanna vöknuðu tímabundið þegar Sejad Salihovic minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu en Gonzalo Castro skoraði síðan fjórða mark Leverkusen með skalla og eftir það var allur vindur úr heimaliðinu. Hoffenheim 4-1 Leverkusen 0-1 Helmes (3) 0-2 Rolfes (12) 1-2 Salihovic (31 víti) 1-3 Helmes (45+1) 1-4 Castro (47) Hoffenheim er enn á toppnum í deildinni þrátt fyrir tapið og hefur hlotið 39 stig í 20 leikjum en nú er hinsvegar svo komið að bæði Bayern Munchen (38 stig) og Hertha Berlín (37 stig) geta komist upp fyrir liðið með sigri í leikjunum sem liðin eiga til góða. Leverkusen er komið í fjórða sætið með 36 stig líkt og HSV, en nokkuð bil er niður í sjötta sætið þar sem Stuttgart situr með 31 stig. Gladbach er sem fyrr á botninum með aðeins 12 stig og virðist dauðadæmt til að falla enn eina ferðina.
Þýski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira