Rafael Benitez, stjóri Liverpool, var að vonast eftir auðveldari drætti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en lið hans lendir enn einu sinni á móti Chelsea.
„Þetta verða erfiðir leikir fyrir bæði lið. Við erum búin að mætast svo oft og stundum græðir maður á því að þekkja andstæðinginn svona vel og stundum ekki," sagði Benitez á blaðamannfundi fyrir leikinn á móti Aston Villa um helgina.
„Villarreal og FC Porto eru ágæt lið en það er erfitt að lenda á móti Chelsea. Manchester United á mesta möguleikana til þess að vinna Meistaradeildina í ár," sagði Benitez og vísaði til þess að ensku meistararnir mæta Porto - mun auðveldari andstæðingi.