Að sparka eins og stelpa Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 12. febrúar 2009 06:00 Frasinn að sparka eins og stelpa er gjarnan notaður þegar einhver hefur þótt sparka illa. Að kasta eins og stelpa eða hlaupa eins og stelpa þykir víst líka slæmt. Drengir ganga sjálfkrafa út frá því að þeir standi stúlkum framar í flestu. Mörgum þeirra líkar því illa ef kona skákar þeim á einhvern hátt. Í salnum þar sem við krakkarnir spiluðum fótbolta í barnaskóla í gamla daga var borðum og stólum staflað upp í einu horninu til geymslu. Reglurnar voru þær að ef boltinn lenti undir borðunum var hann á frísvæði. Það lið sem náði honum fyrst átti innkastið. Einhvern tímann þótti mótspilara mínum ég sækjast fullhart eftir boltanum undir borðunum og reiddist þegar ég hafði hann undir. Hann kallaði mig brussu marga daga á eftir. Á borðtennismóti í sama skóla stóð keppnin um þrjú efstu sætin milli mín og tveggja drengja. Ég varð í öðru sæti en drengurinn sem lenti í því þriðja reiddist svo að hann braut borðtennisspaðann á tennisborðinu. „Ég spyr bara eins og fávís kona," segir fólk gjarnan þegar því finnst það þurfa að afsaka heimskulegar spurningar. Karlmenn gera „góðlátlegt" grín að konum, að þeim haldist illa á peningum. Konur eru ekki einungis dæmdar af orðum sínum eða gjörðum heldur líka fyrir klæðaburð og vöxt. Þannig komst Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í fréttirnar nýlega, fyrst kanslara að ég held, fyrir ljótan klæðaburð. Ég hef jafnvel heyrt því fleygt að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sé of „stelpulega klædd" fyrir embættið! Körlum þykir erfitt að taka við tilmælum frá konu og nú þegar forsætisráðherraembættið er í fyrsta sinn í höndum konu stendur Jóhanna í ströngu. Seðlabankastjóri þykist ekki þurfa að taka mark á henni og forveri hennar Geir gaf tóninn þegar hann vitnaði í eldgamla klisju um konur og kallaði hana eyðslukló! „Góðlátlegt" grín þar. Sjálfsagt taka kynin misjafnlega á málefnum enda eru þau ekki eins sem betur fer. Það að hlaupa eins og stelpa er hins vegar alls ekkert slæmt, hvað þá að sparka eins og stelpa. Það þarf Davíð seðlabankastjóri að skilja. Hann gerir það kannski, þegar hann fær sparkið út úr Seðlabankanum. Jóhanna! Sparkaðu honum eins og stelpa! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun
Frasinn að sparka eins og stelpa er gjarnan notaður þegar einhver hefur þótt sparka illa. Að kasta eins og stelpa eða hlaupa eins og stelpa þykir víst líka slæmt. Drengir ganga sjálfkrafa út frá því að þeir standi stúlkum framar í flestu. Mörgum þeirra líkar því illa ef kona skákar þeim á einhvern hátt. Í salnum þar sem við krakkarnir spiluðum fótbolta í barnaskóla í gamla daga var borðum og stólum staflað upp í einu horninu til geymslu. Reglurnar voru þær að ef boltinn lenti undir borðunum var hann á frísvæði. Það lið sem náði honum fyrst átti innkastið. Einhvern tímann þótti mótspilara mínum ég sækjast fullhart eftir boltanum undir borðunum og reiddist þegar ég hafði hann undir. Hann kallaði mig brussu marga daga á eftir. Á borðtennismóti í sama skóla stóð keppnin um þrjú efstu sætin milli mín og tveggja drengja. Ég varð í öðru sæti en drengurinn sem lenti í því þriðja reiddist svo að hann braut borðtennisspaðann á tennisborðinu. „Ég spyr bara eins og fávís kona," segir fólk gjarnan þegar því finnst það þurfa að afsaka heimskulegar spurningar. Karlmenn gera „góðlátlegt" grín að konum, að þeim haldist illa á peningum. Konur eru ekki einungis dæmdar af orðum sínum eða gjörðum heldur líka fyrir klæðaburð og vöxt. Þannig komst Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í fréttirnar nýlega, fyrst kanslara að ég held, fyrir ljótan klæðaburð. Ég hef jafnvel heyrt því fleygt að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sé of „stelpulega klædd" fyrir embættið! Körlum þykir erfitt að taka við tilmælum frá konu og nú þegar forsætisráðherraembættið er í fyrsta sinn í höndum konu stendur Jóhanna í ströngu. Seðlabankastjóri þykist ekki þurfa að taka mark á henni og forveri hennar Geir gaf tóninn þegar hann vitnaði í eldgamla klisju um konur og kallaði hana eyðslukló! „Góðlátlegt" grín þar. Sjálfsagt taka kynin misjafnlega á málefnum enda eru þau ekki eins sem betur fer. Það að hlaupa eins og stelpa er hins vegar alls ekkert slæmt, hvað þá að sparka eins og stelpa. Það þarf Davíð seðlabankastjóri að skilja. Hann gerir það kannski, þegar hann fær sparkið út úr Seðlabankanum. Jóhanna! Sparkaðu honum eins og stelpa!
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun