Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 93. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA. Liðið fellur um eitt sæti.
Kanada fór í sæti 92 og Írak er í sætinu á eftir okkur.
Brasilíu tók stórt stökk úr fimmta sætinu í það fyrsta. Spánverjar gáfu toppsætið eftir og eru í öðru sæti. Hollendingar í því þriðja.
Enska landsliðið er komið í sjöunda sæti listans.