Umfjöllun: Fram vann heimasigur á TNS Elvar Geir Magnússon skrifar 2. júlí 2009 19:36 Auðun Helgason var ekki með Fram og Kristján Hauksson bar fyrirliðabandið. Framarar unnu í kvöld 2-1 sigur á TNS frá Wales í fyrri leik liðanna í Evrópukeppninni en leikið var á Laugardalsvelli. Safamýrarpiltar byrjuðu leikinn illa og það tók þá nokkurn tíma að finna taktinn. Í seinni hálfleik höfðu þeir öll völd og eru væntanlega svekktir að hafa ekki náð að bæta við forystuna fyrir seinni leikinn enda fengu þeir færin til þess. Þetta var stór stund fyrir Framara enda fyrsti Evrópuleikur félagsins í sautján ár. Það mátti þó litlu muna að þeir lentu undir snemma því strax á fjórðu mínútu fékk sóknarmaður TNS, Matthew Berkeley, sannkallað dauðafæri þegar hann skaut yfir fyrir opnu marki eftir hrikalegan misskilning í vörn Fram. Skömmu síðar náðu gestirnir að koma knettinum í markið en það taldi ekki þar sem belgíski aðstoðardómarinn flaggaði hornspyrnu. Það tók Framara nokkrar mínútur að ná áttum í leiknum en þeir voru óheppnir að komast ekki yfir þegar boltinn fór í stöngina eftir hornspyrnu frá Sam Tillen. Varnarmanni TNS brast bogalistin og skallaði að eigin marki. Á 24. mínútu tók TNS forystuna en þá skoraði fyrirliðinn Steve Evans með skalla. Kristján Hauksson reyndi að bjarga á marklínu á síðustu stundu en boltinn fór innfyrir línuna. Setja má spurningamerki við markvörslu Hannesar Þórs Halldórssonar. Skömmu seinna átti Berkeley síðan fína skottilraun rétt framhjá. Sam Tillen jafnaði í 1-1 úr vítaspyrnu eftir rúman hálftíma leik en vítið var dæmt eftir að brotið var á Paul McShane. Skömmu áður gerðu Framarar tilkall í annað víti þegar boltinn fór í höndina á varnarmanni NFS en belgíski dómarinn Luc Wouters dæmdi ekkert í það skipti. Staðan var jöfn í hálfleik en seinni hálfleikurinn var ekki gamall þegar Framarar náðu forystunni í leiknum. Boltinn barst þá á Heiðar Geir Júlíusson í teignum eftir góða rispu Almarrs Ormarssonar, Heiðar var einn og algjörlega óvaldaður og fékk hann allan þann tíma sem hann þurfti og rúmlega það til að skora. Eftir þetta áttu Framarar nokkrar virkilega efnilegar sóknir þar sem herslumuninn vantaði. Ingvar Ólason fékk virkilega gott skotfæri rétt fyrir utan teig en boltinn hafði viðkomu í varnarmanni og sigldi svo naumlega framhjá. Skömmu síðar komst Halldór Hermann Jónsson í álitlega stöðu eftir frábæra spilamennsku en Paul Harrison í marki TNS náði að bjarga. Þá slapp Hjálmar Þórarinsson í gegn en aftur var Harrison vel á verði. Framarar eru væntanlega svekktir við að hafa ekki náð að bæta við á lokakafla leiksins en fara allavega með forystu í seinni leikinn sem verður eftir viku á gervigrasvelli í Wales.Fram - TNS 2-1 0-1 Steve Evans (24.) 1-1 Samuel Tillen (víti 33.) 2-1 Heiðar Geir Júlíusson (48.) Áhorfendur: 592.Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson (m), Paul McShane, Ingvar Ólason (Hlynur Atli Magnússon 87.), Kristján Hauksson (f), Halldór Hermann Jónsson, Daði Guðmundsson, Heiðar Geir Júlíusson (Ívar Björnsson 70.), Samuel Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Almarr Ormarsson (Josep Tillen 70.), Jón Guðni Fjóluson.Lið TNS: Paul Harrison (m), Barry Hogan, Thomas Holmes, Steve Evanse, Phillip Baker, Scott Ruscoe, Matthew Berkeley, Jamie Wood, Craig Jones, Conall Murtagh (Alex Darlington 74.), Daniel Holmes (Cristopher Marriott 83.). Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Framarar unnu í kvöld 2-1 sigur á TNS frá Wales í fyrri leik liðanna í Evrópukeppninni en leikið var á Laugardalsvelli. Safamýrarpiltar byrjuðu leikinn illa og það tók þá nokkurn tíma að finna taktinn. Í seinni hálfleik höfðu þeir öll völd og eru væntanlega svekktir að hafa ekki náð að bæta við forystuna fyrir seinni leikinn enda fengu þeir færin til þess. Þetta var stór stund fyrir Framara enda fyrsti Evrópuleikur félagsins í sautján ár. Það mátti þó litlu muna að þeir lentu undir snemma því strax á fjórðu mínútu fékk sóknarmaður TNS, Matthew Berkeley, sannkallað dauðafæri þegar hann skaut yfir fyrir opnu marki eftir hrikalegan misskilning í vörn Fram. Skömmu síðar náðu gestirnir að koma knettinum í markið en það taldi ekki þar sem belgíski aðstoðardómarinn flaggaði hornspyrnu. Það tók Framara nokkrar mínútur að ná áttum í leiknum en þeir voru óheppnir að komast ekki yfir þegar boltinn fór í stöngina eftir hornspyrnu frá Sam Tillen. Varnarmanni TNS brast bogalistin og skallaði að eigin marki. Á 24. mínútu tók TNS forystuna en þá skoraði fyrirliðinn Steve Evans með skalla. Kristján Hauksson reyndi að bjarga á marklínu á síðustu stundu en boltinn fór innfyrir línuna. Setja má spurningamerki við markvörslu Hannesar Þórs Halldórssonar. Skömmu seinna átti Berkeley síðan fína skottilraun rétt framhjá. Sam Tillen jafnaði í 1-1 úr vítaspyrnu eftir rúman hálftíma leik en vítið var dæmt eftir að brotið var á Paul McShane. Skömmu áður gerðu Framarar tilkall í annað víti þegar boltinn fór í höndina á varnarmanni NFS en belgíski dómarinn Luc Wouters dæmdi ekkert í það skipti. Staðan var jöfn í hálfleik en seinni hálfleikurinn var ekki gamall þegar Framarar náðu forystunni í leiknum. Boltinn barst þá á Heiðar Geir Júlíusson í teignum eftir góða rispu Almarrs Ormarssonar, Heiðar var einn og algjörlega óvaldaður og fékk hann allan þann tíma sem hann þurfti og rúmlega það til að skora. Eftir þetta áttu Framarar nokkrar virkilega efnilegar sóknir þar sem herslumuninn vantaði. Ingvar Ólason fékk virkilega gott skotfæri rétt fyrir utan teig en boltinn hafði viðkomu í varnarmanni og sigldi svo naumlega framhjá. Skömmu síðar komst Halldór Hermann Jónsson í álitlega stöðu eftir frábæra spilamennsku en Paul Harrison í marki TNS náði að bjarga. Þá slapp Hjálmar Þórarinsson í gegn en aftur var Harrison vel á verði. Framarar eru væntanlega svekktir við að hafa ekki náð að bæta við á lokakafla leiksins en fara allavega með forystu í seinni leikinn sem verður eftir viku á gervigrasvelli í Wales.Fram - TNS 2-1 0-1 Steve Evans (24.) 1-1 Samuel Tillen (víti 33.) 2-1 Heiðar Geir Júlíusson (48.) Áhorfendur: 592.Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson (m), Paul McShane, Ingvar Ólason (Hlynur Atli Magnússon 87.), Kristján Hauksson (f), Halldór Hermann Jónsson, Daði Guðmundsson, Heiðar Geir Júlíusson (Ívar Björnsson 70.), Samuel Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Almarr Ormarsson (Josep Tillen 70.), Jón Guðni Fjóluson.Lið TNS: Paul Harrison (m), Barry Hogan, Thomas Holmes, Steve Evanse, Phillip Baker, Scott Ruscoe, Matthew Berkeley, Jamie Wood, Craig Jones, Conall Murtagh (Alex Darlington 74.), Daniel Holmes (Cristopher Marriott 83.).
Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira