Ísland og Holland skildu jöfn, 1-1, í vináttulandsleik í Kórnum í dag. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik. Það var hennar fyrsta landsliðsmark.
Hollendingar jöfnuðu aftur á móti í síðari hálfleik og þar við sat.
Íslenska liðið var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum en skapaði sér ekki mörg afgerandi færi. Hollenska liðið vann sig betur inn í leikinn og jafntefli hugsanlega sanngjörn niðurstaða.