Viðskipti erlent

Fimmta hvert fyrirtæki í Danmörku á barmi gjaldþrots

Þúsundir danskra fyrirtækja eru nú á barmi gjaldþrots vegna fjármálakreppunnar. Greiningarfyrirtækið Experian telur að fimmta hvert fyrirtæki Danmerkur sé nú í mikilli hættu á að lenda í gjaldþroti.

„Þessi þróun er mikið áhyggjuefni," segir Camilla Rose upplýsingafulltrúi Experian. „Við höfum ekki séð svona mörg illa stödd fyrirtæki um árabil. Og vel að merkja sjáum við ekki fyrir endann á kreppunni."

Fram kemur í frétt í Politiken um málið að aðeins Spán sé verra statt en Danmörku hvað varðar fjölda gjaldþrota hjá fyrirtækjum.

Samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni urðu 544 fyrirtæki gjaldþrota í Danmörku í desember á síðasta ári. Er það 144% frá sama mánuði árið á undan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×