Handbolti

Ulrik Wilbek krossleggur fingurna fyrir GOG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ulrik Wilbek, þjálfari danska handboltalandsliðsins.
Ulrik Wilbek, þjálfari danska handboltalandsliðsins. Mynd/AFP
Danski landsliðsþjálfarinn í handbolta, Ulrik Wilbek, segist krossleggja fingur og vonast til að Íslendingaliðið GOG Svendborg nái að bjarga sér frá peningavandræðunum sem herja á félagið þessa dagana.

Guðmundur Guðmundsson þjálfar GOG Svendborg og með liðinu leikur Ásgeir Örn Hallgrímsson. Snorri Steinn Guðjónsson er leikmaður félagsins en hann er í láni hjá þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen.

„Ég vona að þeir lifi kreppuna af því það væri skelfilegt fyrir danskan handbolta ef að félagið færi á hausinn. Þá væri enginn handbolti á Fjóni sem væri mjög slæmt," sagði Ulrik Wilbek við Politiken.

Takist GOG Svendborg ekki að bjarga fjárhag félagsins missir liðið sætið sitt í dönsku úrvalsdeildinni og öll úrslit leikja liðsins verða strokuð út. Leikmenn liðsins hafa þá leyfi til þess að finna sér nýtt lið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×