Viðskipti erlent

Þýska flugfélagið Air Berlin hyggur á flug til Íslands

Þýska flugfélagið Air Berlin hyggur á áætlanaflug til og frá Íslandi á komandi sumri. Þetta kemur fram á vefsíðunni e24.no. Þar segir að flug til Íslands sé liður í áætlunum félagsins um beint flug til og frá Berlín til allra Norðurlandanna.

Vefsíðan ræddi málið við Nadine Bernhardt upplýsingafulltrúa Air Berlin sem staðfesti að félagið ætlaði sér í beint flug frá Tegel flugvellinum í Berín til allra Norðurlandanna, þar á meðal Íslands. Fyrsta áætlunarflugið, Berlin Oslo, verður farið þann 24. apríl n.k..

Air Berlin er flugfélag sem býður upp á fulla þjónustu við farþega sína. Innifalið í farmiðanum eru 20 kg af farangri auk matar og drykkja um borð.

Bernhardt segir að þó félagið veiti fulla þjónustu sé miðaverð þeirra lægra en hjá mörgum ðrum flugfélögum.

Air Berlin hefur á nokkrum árum tekist að verða næststærsta flugfélag Þýskalands. Það heldur uppi flugi til 130 borga í meir en 35 löndum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×