Gengi Storebrand hrapar eftir viðræðuslit um samruna 26. mars 2009 09:11 Gengi í norska tryggingarfélaginu Storebrand hrapaði um 15% í kauphöllinni í Osló í morgun eftir að félagið tilkynnti ásamt tryggingarfélaginu Gjensidige að viðræðum félaganna um samruna væri slitið í bili. Íslensk félög og bankar tengjast báðum þessum félögum. Kaupþing er sem stendur næststærsti hluthafinn í Storebrand með 5,5% hlut og Arion Custody, sem er í eigu Kaupþings er fjórði stærsti hluthafinn með 4,5% hlut. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings sagði sig úr stjórn Storebrand skömmu eftir síðustu mánaðarmót. Exista seldi í vetur 8,7% hlut sinn í Storebrand til Gjendsidige og leiddi það til þess að Gjendsidige jók eign sína í Storebrand upp í rúm 24%. Exista tapaði um 70 milljörðum kr. á þeirri sölu m.v. upphaflegt verið á hlutabréfunum. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni e24.no hafa væntingar manna um samruna þessara tveggja risa á norska tryggingarmarkaðinum gert það að verkum að hlutir í Storebrand hafa haldist uppi um langt skeið. Egil Thompson forstjóri hjá Storebrand segir í samtali við e24.no að þeir og Gjendsidige hafi talið rétt að fara út í samrunaviðræður til að sjá hvort dæmið gæti gengið upp. Þeim viðræðum sé nú lokið. Hann vildi ekki segja hvor aðilinn hefði slitið viðræðunum. Öystein Thoresen upplýsingafulltrúi Gjendsidige segir að að hann hafi engu að bæta við tilkynninguna frá því í morgun. Aðspurður um aukin kaup Gjendsidige á hlutum í Storebrand segir Thoresen að félagið líti á þau sem góða langtímafjárfestingu. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gengi í norska tryggingarfélaginu Storebrand hrapaði um 15% í kauphöllinni í Osló í morgun eftir að félagið tilkynnti ásamt tryggingarfélaginu Gjensidige að viðræðum félaganna um samruna væri slitið í bili. Íslensk félög og bankar tengjast báðum þessum félögum. Kaupþing er sem stendur næststærsti hluthafinn í Storebrand með 5,5% hlut og Arion Custody, sem er í eigu Kaupþings er fjórði stærsti hluthafinn með 4,5% hlut. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings sagði sig úr stjórn Storebrand skömmu eftir síðustu mánaðarmót. Exista seldi í vetur 8,7% hlut sinn í Storebrand til Gjendsidige og leiddi það til þess að Gjendsidige jók eign sína í Storebrand upp í rúm 24%. Exista tapaði um 70 milljörðum kr. á þeirri sölu m.v. upphaflegt verið á hlutabréfunum. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni e24.no hafa væntingar manna um samruna þessara tveggja risa á norska tryggingarmarkaðinum gert það að verkum að hlutir í Storebrand hafa haldist uppi um langt skeið. Egil Thompson forstjóri hjá Storebrand segir í samtali við e24.no að þeir og Gjendsidige hafi talið rétt að fara út í samrunaviðræður til að sjá hvort dæmið gæti gengið upp. Þeim viðræðum sé nú lokið. Hann vildi ekki segja hvor aðilinn hefði slitið viðræðunum. Öystein Thoresen upplýsingafulltrúi Gjendsidige segir að að hann hafi engu að bæta við tilkynninguna frá því í morgun. Aðspurður um aukin kaup Gjendsidige á hlutum í Storebrand segir Thoresen að félagið líti á þau sem góða langtímafjárfestingu.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira