Viðskipti erlent

Um 2.500 störf í hættu eftir kaup Debenhams á Principles

Kaup Debenhams á merki og vörulager Principles verslunarkeðjunnar þýðir að störf um 2.500 manns eru nú í hættu á Bretlandseyjum.

Principles var ein af eignum Mosaic Fashions, sem aftur var í tæplega 50% eigu Baugs þar til Kaupþing leysti eignarhlutinn til sín og Mosaic fór í greiðslustöðvun fyrr í vikunni.

Samkvæmt frétt um málið í blaðinu Guardian í dag segir að kaup Debenhams muni væntanlega hafa í för með sér að 90 verslunum Principles verði lokað með fyrrgreindum afleiðingum.

Fyrir utan eigin verslanir hefur Principles selt vörur undir sínu merki í 300 verslunum Debenhams og House of Fraser. Talið er að Debenhams muni nota vörulagerinn til að fylla upp í eigin verslanahillur eftir kaupin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×