CSKA Moskva verður ekki rekið úr Meistaradeildinni þó svo tveir leikmenn liðsins hafi fallið á lyfjaprófi eftir leik liðsins gegn Man. Utd.
Leikmennirnir voru þeir Alexey Berezutski og Sergei Ignashevich.
Lækni liðsins láðist að láta UEFA vita að leikmennirnir væru að taka lyf við sýkingu í hálsi er þeir spiluðu gegn Man. Utd.
Aganefnd UEFA mun taka mál leikmannanna fyrir í næstu viku. Leikmennirnir spiluðu ekki gegn Besiktas í gær þar sem þeir voru þegar komnir í bann.
Liðið fær aftur á móti að spila áfram í keppninni.