Miðjumaðurinn Ruben De la Red hjá Real Madrid hefur enn ekki fengið bót meina sinna eftir að hann féll niður og missti meðvitund í leik um Konungsbikarinn með Madridarfélaginu gegn Real Union í október á síðasta ári.
De la Red hefur síðan þá gengist undir fjölmargar rannsóknir en ekki fengið neina niðurstöðu í sín mál og því óttast hinn 24 ára gamli Leikmaður um að ferli sínum sé lokið.
„Það gæti vel orðið niðurstaðan úr þessu að ég þurfi að leggja skóna á hilluna en ég reyni að hugsa ekkert út í það. Ég vill fyrst og fremst vita hvað kom fyrir mig og af hverju," segir De la Red í viðtali við AS.