Viðskipti erlent

Kröfur í þrotabú Nyhedsavisen 1,5 milljarður kr.

Kröfur í þrotabú Nyhedsavisen nema nú 77 milljónum danskra kr. eða rúmlega 1,5 milljörðum kr. og ekki eru öll kurl komin til grafar. Á móti nema eignir þrotabúsins 4,3 milljónum danskra kr. eða tæplega 90 milljónum kr.

Í frétt um málið í Jyllands-Posten segir að af framangreindum kröfum séu forgangskröfur (laun o.fl.) 15,6 milljón danskra kr. og almennar kröfur 61,7 milljónir danskra kr.

Skiptastjóri þrotabúsins, Peter W.R. Krarup segir að forgangskröfurnar eigi eftir að aukast um 25-30 milljónir danskra kr. því Tryggingarsjóður launþega í Danmörku sé enn ekki búinn að gera upp alla þá upphæð sem starfsmenn áttu inni í ógreiddum launum og orlofsgreiðslum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×