Tímabilið í sænska kvennaboltanum hófst í gær með hinum svokallaða Supercup-leik Svíþjóðarmeistara Umeå og Linköping.
Linköping vann góðan 1-0 sigur í leiknum en það var Jessica Landström sem skoraði eina mark leiksins á 37. mínútu.
Margrét Lára Viðarsdóttir kom inn á sem varamaður í leiknum á 84. mínútu.
Sænska deildin byrjar svo á miðvikudagskvöldið en fyrstu umferðinni lýkur þó ekki fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku.