Glitnir skóp fyrsta tap hjá Eksportfinans í 47 ár 25. febrúar 2009 09:10 Norska fjármálafyrirtækið Eksportfinans skilaði tapi á síðasta ári, hinu fyrsta í 47 ár eða síðan 1962 er fyrirtækið var stofnað. Gjaldþrot Glitnis er orsök tapsins sem hljóðar upp á 508 milljónir norskra kr. eða vel yfir 9 milljarða kr.. Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no.. Þar kemru fram í máli Gisele Marchand forstjóra Eksportfinans að engar líkur séu á að fyrirtækið fái nokkuð upp í kröfur sínar á hendur Glitni. „Við erum í samningaviðræðum við íslensk stjórnvöld um málið en þær taka sinn tíma," segir Marchand. Eksportfinans lánar til útgerða og útflutningsfyrirtækja í Noregi. Tapið af gjaldþroti Glitnis er tilkomið vegna vegna lána á þeim vettvangi þar sem Glitnir var milliliður. Eins og fram kom í fréttum í vetur ætlaði Eksportfinans í mál við stjórnendur Glitnis þar sem upp kom að eitt af lánunum hafði verið greitt upp í Glitni en bankinn endurgreiddi það ekki til Eksportfinans heldur hélt áfram að borga afborganir og vexti eins og lánið hefði ekki verið gert upp. Glitnir bar tölvumistökum við og Eksportfinans hætti svo við málsóknina eftir loforð um að lánið yrði gert upp. Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Norska fjármálafyrirtækið Eksportfinans skilaði tapi á síðasta ári, hinu fyrsta í 47 ár eða síðan 1962 er fyrirtækið var stofnað. Gjaldþrot Glitnis er orsök tapsins sem hljóðar upp á 508 milljónir norskra kr. eða vel yfir 9 milljarða kr.. Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no.. Þar kemru fram í máli Gisele Marchand forstjóra Eksportfinans að engar líkur séu á að fyrirtækið fái nokkuð upp í kröfur sínar á hendur Glitni. „Við erum í samningaviðræðum við íslensk stjórnvöld um málið en þær taka sinn tíma," segir Marchand. Eksportfinans lánar til útgerða og útflutningsfyrirtækja í Noregi. Tapið af gjaldþroti Glitnis er tilkomið vegna vegna lána á þeim vettvangi þar sem Glitnir var milliliður. Eins og fram kom í fréttum í vetur ætlaði Eksportfinans í mál við stjórnendur Glitnis þar sem upp kom að eitt af lánunum hafði verið greitt upp í Glitni en bankinn endurgreiddi það ekki til Eksportfinans heldur hélt áfram að borga afborganir og vexti eins og lánið hefði ekki verið gert upp. Glitnir bar tölvumistökum við og Eksportfinans hætti svo við málsóknina eftir loforð um að lánið yrði gert upp.
Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira