Viðskipti erlent

Elísabet tapar stórfé á hruni Kaupþings

Elísabet drottning er ekki á flæðskeri stödd þó að hún tapi miklu á hruni Kaupþings.
Elísabet drottning er ekki á flæðskeri stödd þó að hún tapi miklu á hruni Kaupþings.

Elísabet Bretadrottning tapar stórfé á hruni íslenska bankakerfisins eftir því sem fullyrt er á vef breska blaðsins Telegraph.

Blaðið segir að Kaupþing hafi leigt húsnæði af eignarhaldsfélagi drottningarinnar fyrir starfsemi sína og greitt um 330 milljónir íslenskra króna, eða 2 milljónir punda á ári, í leigutekjur. Kaupþing hafi hins vegar ekkert greitt fyrirtækinu eftir að Singer & Friedlander bankinn, sem var í eigu Kaupþings, var frystur í október. Talskona eignarhaldsfélagsins vildi ekki staðfesta við blaðið hvort að leiguverðið hefði verið tvær milljónir punda.

Fyrirtæki drottningar á eignir að andvirði 990 milljarða íslenskra króna, eða 6 milljarða punda. Hún og forsætisráðherra Breta skipa svo stjórn sem sér um að reka fyrirtækið. Á meðal eigna drottningarinnar eru einhverjar flottustu byggingar á Bretlandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×