Markús og Ernir með - Dagur og Sigfús Páll í stúkunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2009 14:15 Hann er nokkuð breyttur leikmannahópurinn hjá Valsmönnum gegn Haukum í kvöld. Inn koma í hópinn þeir Markús Máni Michaelsson og Ernir Hrafn Arnarson en þeir Sigurður Eggertsson og Sigfús Páll Sigfússon eru meiddir. Dagur Sigurðsson hlaut svo ekki náð fyrir augum þjálfarans að þessu sinni. „Markús hefur verið að æfa með okkur í hvert skipti sem hann hefur getað. Hann er því í ágætu standi og kemur til með að fá einhverjar mínútur í kvöld. Ernir Hrafn er að koma inn í hópinn í fyrsta skipti í vetur eftir krossbandaslit. Hann er í svakalega góðu líkamlegu formi en eðlilega vantar mikið upp á leikformið. Hann mun samt fá að spila eitthvað í kvöld," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, en jafnvel var búist við því að Dagur Sigurðsson yrði einnig með Valsmönnum. „Dagur er alltaf boðinn og búinn. Hann hefur verið að aðstoða okkur en ekki mikið verið á gólfinu með okkur upp á síðkastið. Hann er í toppstandi, með mikla reynslu og vissulega afar freistandi að velja hann. Hann fékk ekki kallið núna og er eflaust hundfúll út í þjálfarann," sagði Óskar Bjarni léttur en hann útilokar ekki að taka Dag inn síðar. Það gekk mikið á þegar liðin mættust síðast á Ásvöllum og meðal annars rifbeinsbrotnaði Sigurður Eggertsson eftir að hafa fengið olnbogann á Kári Kristjáni Kristjánssyni í síðuna á sér. „Mér fannst Haukarnir ekkert grófir í þessum leik. Þeir voru fastir fyrir samt eins og venjulega. Hvað þetta atvik varðar þá tel ég ekki að Kári hafi ætlað að rifbeinsbrjóta Sigurð. Það á samt ekki að sjást að varnarmenn mæti með olnbogann á undan sér. Það býður upp á svona slys. Þetta hefði átt að vera hiklaust rautt spjald," sagði Óskar Bjarni sem sagði marga Valsmenn hafa verið reiða yfir atvikinu. „Ég hef fengið fjölda símtala frá gömlum Valsmönnum sem vilja endilega vera með í næsta leik. Þeir vilja bara auga fyrir auga. Þeir eru reyndar flestir komnir af léttasta skeiði þannig að þeir fá ekki að vera með að þessu sinni." Óskar segir að Valsmenn ætli að selja sig dýrt í kvöld. „Við munum selja okkur mjög dýrt. Heimavöllurinn hefur reynst okkur sterkur og það hefur aldrei verið mikilvægara að hann haldi en einmitt núna. Þá tryggjum við okkur annan leik heima og allt galopið. Við munum mæta grimmir til leiks og bíta frá okkur. Við ætlum ekki að fela okkur á bak við að einhverjir leikmenn séu meiddir. Við ætlum að stíga upp og vinna þennan leik í kvöld." Olís-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Hann er nokkuð breyttur leikmannahópurinn hjá Valsmönnum gegn Haukum í kvöld. Inn koma í hópinn þeir Markús Máni Michaelsson og Ernir Hrafn Arnarson en þeir Sigurður Eggertsson og Sigfús Páll Sigfússon eru meiddir. Dagur Sigurðsson hlaut svo ekki náð fyrir augum þjálfarans að þessu sinni. „Markús hefur verið að æfa með okkur í hvert skipti sem hann hefur getað. Hann er því í ágætu standi og kemur til með að fá einhverjar mínútur í kvöld. Ernir Hrafn er að koma inn í hópinn í fyrsta skipti í vetur eftir krossbandaslit. Hann er í svakalega góðu líkamlegu formi en eðlilega vantar mikið upp á leikformið. Hann mun samt fá að spila eitthvað í kvöld," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, en jafnvel var búist við því að Dagur Sigurðsson yrði einnig með Valsmönnum. „Dagur er alltaf boðinn og búinn. Hann hefur verið að aðstoða okkur en ekki mikið verið á gólfinu með okkur upp á síðkastið. Hann er í toppstandi, með mikla reynslu og vissulega afar freistandi að velja hann. Hann fékk ekki kallið núna og er eflaust hundfúll út í þjálfarann," sagði Óskar Bjarni léttur en hann útilokar ekki að taka Dag inn síðar. Það gekk mikið á þegar liðin mættust síðast á Ásvöllum og meðal annars rifbeinsbrotnaði Sigurður Eggertsson eftir að hafa fengið olnbogann á Kári Kristjáni Kristjánssyni í síðuna á sér. „Mér fannst Haukarnir ekkert grófir í þessum leik. Þeir voru fastir fyrir samt eins og venjulega. Hvað þetta atvik varðar þá tel ég ekki að Kári hafi ætlað að rifbeinsbrjóta Sigurð. Það á samt ekki að sjást að varnarmenn mæti með olnbogann á undan sér. Það býður upp á svona slys. Þetta hefði átt að vera hiklaust rautt spjald," sagði Óskar Bjarni sem sagði marga Valsmenn hafa verið reiða yfir atvikinu. „Ég hef fengið fjölda símtala frá gömlum Valsmönnum sem vilja endilega vera með í næsta leik. Þeir vilja bara auga fyrir auga. Þeir eru reyndar flestir komnir af léttasta skeiði þannig að þeir fá ekki að vera með að þessu sinni." Óskar segir að Valsmenn ætli að selja sig dýrt í kvöld. „Við munum selja okkur mjög dýrt. Heimavöllurinn hefur reynst okkur sterkur og það hefur aldrei verið mikilvægara að hann haldi en einmitt núna. Þá tryggjum við okkur annan leik heima og allt galopið. Við munum mæta grimmir til leiks og bíta frá okkur. Við ætlum ekki að fela okkur á bak við að einhverjir leikmenn séu meiddir. Við ætlum að stíga upp og vinna þennan leik í kvöld."
Olís-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira