Markús og Ernir með - Dagur og Sigfús Páll í stúkunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2009 14:15 Hann er nokkuð breyttur leikmannahópurinn hjá Valsmönnum gegn Haukum í kvöld. Inn koma í hópinn þeir Markús Máni Michaelsson og Ernir Hrafn Arnarson en þeir Sigurður Eggertsson og Sigfús Páll Sigfússon eru meiddir. Dagur Sigurðsson hlaut svo ekki náð fyrir augum þjálfarans að þessu sinni. „Markús hefur verið að æfa með okkur í hvert skipti sem hann hefur getað. Hann er því í ágætu standi og kemur til með að fá einhverjar mínútur í kvöld. Ernir Hrafn er að koma inn í hópinn í fyrsta skipti í vetur eftir krossbandaslit. Hann er í svakalega góðu líkamlegu formi en eðlilega vantar mikið upp á leikformið. Hann mun samt fá að spila eitthvað í kvöld," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, en jafnvel var búist við því að Dagur Sigurðsson yrði einnig með Valsmönnum. „Dagur er alltaf boðinn og búinn. Hann hefur verið að aðstoða okkur en ekki mikið verið á gólfinu með okkur upp á síðkastið. Hann er í toppstandi, með mikla reynslu og vissulega afar freistandi að velja hann. Hann fékk ekki kallið núna og er eflaust hundfúll út í þjálfarann," sagði Óskar Bjarni léttur en hann útilokar ekki að taka Dag inn síðar. Það gekk mikið á þegar liðin mættust síðast á Ásvöllum og meðal annars rifbeinsbrotnaði Sigurður Eggertsson eftir að hafa fengið olnbogann á Kári Kristjáni Kristjánssyni í síðuna á sér. „Mér fannst Haukarnir ekkert grófir í þessum leik. Þeir voru fastir fyrir samt eins og venjulega. Hvað þetta atvik varðar þá tel ég ekki að Kári hafi ætlað að rifbeinsbrjóta Sigurð. Það á samt ekki að sjást að varnarmenn mæti með olnbogann á undan sér. Það býður upp á svona slys. Þetta hefði átt að vera hiklaust rautt spjald," sagði Óskar Bjarni sem sagði marga Valsmenn hafa verið reiða yfir atvikinu. „Ég hef fengið fjölda símtala frá gömlum Valsmönnum sem vilja endilega vera með í næsta leik. Þeir vilja bara auga fyrir auga. Þeir eru reyndar flestir komnir af léttasta skeiði þannig að þeir fá ekki að vera með að þessu sinni." Óskar segir að Valsmenn ætli að selja sig dýrt í kvöld. „Við munum selja okkur mjög dýrt. Heimavöllurinn hefur reynst okkur sterkur og það hefur aldrei verið mikilvægara að hann haldi en einmitt núna. Þá tryggjum við okkur annan leik heima og allt galopið. Við munum mæta grimmir til leiks og bíta frá okkur. Við ætlum ekki að fela okkur á bak við að einhverjir leikmenn séu meiddir. Við ætlum að stíga upp og vinna þennan leik í kvöld." Olís-deild karla Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Hann er nokkuð breyttur leikmannahópurinn hjá Valsmönnum gegn Haukum í kvöld. Inn koma í hópinn þeir Markús Máni Michaelsson og Ernir Hrafn Arnarson en þeir Sigurður Eggertsson og Sigfús Páll Sigfússon eru meiddir. Dagur Sigurðsson hlaut svo ekki náð fyrir augum þjálfarans að þessu sinni. „Markús hefur verið að æfa með okkur í hvert skipti sem hann hefur getað. Hann er því í ágætu standi og kemur til með að fá einhverjar mínútur í kvöld. Ernir Hrafn er að koma inn í hópinn í fyrsta skipti í vetur eftir krossbandaslit. Hann er í svakalega góðu líkamlegu formi en eðlilega vantar mikið upp á leikformið. Hann mun samt fá að spila eitthvað í kvöld," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, en jafnvel var búist við því að Dagur Sigurðsson yrði einnig með Valsmönnum. „Dagur er alltaf boðinn og búinn. Hann hefur verið að aðstoða okkur en ekki mikið verið á gólfinu með okkur upp á síðkastið. Hann er í toppstandi, með mikla reynslu og vissulega afar freistandi að velja hann. Hann fékk ekki kallið núna og er eflaust hundfúll út í þjálfarann," sagði Óskar Bjarni léttur en hann útilokar ekki að taka Dag inn síðar. Það gekk mikið á þegar liðin mættust síðast á Ásvöllum og meðal annars rifbeinsbrotnaði Sigurður Eggertsson eftir að hafa fengið olnbogann á Kári Kristjáni Kristjánssyni í síðuna á sér. „Mér fannst Haukarnir ekkert grófir í þessum leik. Þeir voru fastir fyrir samt eins og venjulega. Hvað þetta atvik varðar þá tel ég ekki að Kári hafi ætlað að rifbeinsbrjóta Sigurð. Það á samt ekki að sjást að varnarmenn mæti með olnbogann á undan sér. Það býður upp á svona slys. Þetta hefði átt að vera hiklaust rautt spjald," sagði Óskar Bjarni sem sagði marga Valsmenn hafa verið reiða yfir atvikinu. „Ég hef fengið fjölda símtala frá gömlum Valsmönnum sem vilja endilega vera með í næsta leik. Þeir vilja bara auga fyrir auga. Þeir eru reyndar flestir komnir af léttasta skeiði þannig að þeir fá ekki að vera með að þessu sinni." Óskar segir að Valsmenn ætli að selja sig dýrt í kvöld. „Við munum selja okkur mjög dýrt. Heimavöllurinn hefur reynst okkur sterkur og það hefur aldrei verið mikilvægara að hann haldi en einmitt núna. Þá tryggjum við okkur annan leik heima og allt galopið. Við munum mæta grimmir til leiks og bíta frá okkur. Við ætlum ekki að fela okkur á bak við að einhverjir leikmenn séu meiddir. Við ætlum að stíga upp og vinna þennan leik í kvöld."
Olís-deild karla Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira