Þýski landsliðsmaðurinn Miroslav Klose hjá Bayern Munchen er úr leik næstu fjórar vikurnar eða svo eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla.
Hinn þrítugi Klose missir fyrir vikið af leikjum Þjóðverja gegn Wales og Liechtenstein.
Hann meiddist á ökkla í 3-0 sigri Bayern á Bochum á laugardaginn, en félagi hans í framlínunni, ítalinn Luca Toni, á einnig við meiðsli að stríða. Hann verður þó væntanlega orðinn klár um næstu helgi þegar Bayern mætir Karlsruhe.