Lífið

Vigdís tók á móti gestum

Vigdís Finnbogadóttir spjallar við Ólaf Ólafsson, fyrrverandi landlækni, og konu hans, Ingu Ólafsson.fréttablaðið/stefán
Vigdís Finnbogadóttir spjallar við Ólaf Ólafsson, fyrrverandi landlækni, og konu hans, Ingu Ólafsson.fréttablaðið/stefán
Ævisagan Vigdís – Kona verður forseti er komin út. Af því tilefni var haldið útgáfuhóf í Iðnó þar sem Vigdís Finnbogadóttir tók á móti hverjum gestinum á fætur öðrum. Útgáfustjórinn Páll Valsson ritaði þessa ævisögu Vigdísar sem margir hafa beðið spenntir eftir. Þar ber margt á góma sem hefur ekki farið hátt í gegnum tíðina, bæði er varðar einkalíf og opinber störf Vigdísar sem forseta Íslands.

Ómar Ragnarsson óskar Vigdísi til hamingju með ævisöguna.
Ármann Jakobsson og Silja Aðalsteinsdóttir voru á meðal gesta.
Evald Krog og Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins, mættu í Iðnó.
Blaðamaðurinn Kolbrún Bergþórsdóttir ásamt markaðs­stjóranum Heiðari Inga Svanssyni og útgefandanum Agli Erni Jóhannssyni.
Jón Þórisson leikmyndahönnuður ásamt konu sinni Ragnheiði Steindórsdóttur og foreldrum hennar, leikurunum Steindóri Hjörleifssyni og Margréti Ólafsdóttur.
Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson fögnuðu ævisögu Vigdísar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×