Grimsby hagnast á erfiðleikum Íslands 24. mars 2009 10:39 Fisksalar í Grimsby brosa nú út að eyrum þar sem íslensk fiskiskip eru aftur byrjuð að sigla til þessarar sögufrægu hafnarborgar og selja þar afla sinn eftir 12 ára stopp. Fjallað er um málið á BBC undir fyrirsögninni „Grimsby hagnast á erfiðleikum Íslands". Þar segir að siglingar Íslendinga með fisk til Grimsby þessa dagana eigi stóran þátt í að endurreisa það sem eitt sinn var líflegur fiskiðnaður bæjarins. Fyrrum komu fiskskip hlaðin afla úr Norðursjónum og lögðu hann upp í höfninni í Grimsby. Á tímabili voru umsvifin það mikil að Grimsby var stærsta fiskveiðihöfn heimsins. Í dag hafa togararnir nær alveg horfið og eini fiskurinn sem barst til Grimsby kom annaðhvort með flugi eða var keyrður á staðinn í gámum annarsstaðar frá. Það er þar til íslensku skipin lögðu aftur að bryggju í bænum. „Gámarnir eru enn okkar brauð og smjör en þessi skip eru síðan sultan þar ofan á," segir Steve Norton formaður samtaka fisksala í Grimsby. „Það er frábært að sjá þessi skip aftur eftir 12 ár. Það er gríðarlegur áhugi á fiskinum og verðin eru hagstæð." Norton segir að Íslendingar séu nú að reyna að veiða sig út úr fjármálakreppunni og hann nefnir nýlega aukningu þorskkvótans upp á 30.000 tonn sem dæmi. „Þeim er vel tekið hér, þeir ná hagstæðum samningum og þeir fá greitt fyrir aflann um leið," segir Norton. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fisksalar í Grimsby brosa nú út að eyrum þar sem íslensk fiskiskip eru aftur byrjuð að sigla til þessarar sögufrægu hafnarborgar og selja þar afla sinn eftir 12 ára stopp. Fjallað er um málið á BBC undir fyrirsögninni „Grimsby hagnast á erfiðleikum Íslands". Þar segir að siglingar Íslendinga með fisk til Grimsby þessa dagana eigi stóran þátt í að endurreisa það sem eitt sinn var líflegur fiskiðnaður bæjarins. Fyrrum komu fiskskip hlaðin afla úr Norðursjónum og lögðu hann upp í höfninni í Grimsby. Á tímabili voru umsvifin það mikil að Grimsby var stærsta fiskveiðihöfn heimsins. Í dag hafa togararnir nær alveg horfið og eini fiskurinn sem barst til Grimsby kom annaðhvort með flugi eða var keyrður á staðinn í gámum annarsstaðar frá. Það er þar til íslensku skipin lögðu aftur að bryggju í bænum. „Gámarnir eru enn okkar brauð og smjör en þessi skip eru síðan sultan þar ofan á," segir Steve Norton formaður samtaka fisksala í Grimsby. „Það er frábært að sjá þessi skip aftur eftir 12 ár. Það er gríðarlegur áhugi á fiskinum og verðin eru hagstæð." Norton segir að Íslendingar séu nú að reyna að veiða sig út úr fjármálakreppunni og hann nefnir nýlega aukningu þorskkvótans upp á 30.000 tonn sem dæmi. „Þeim er vel tekið hér, þeir ná hagstæðum samningum og þeir fá greitt fyrir aflann um leið," segir Norton.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira