Króna = höft Þorsteinn Pálsson skrifar 7. apríl 2009 06:00 Í sjónvarpsumræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna undir lok síðustu viku kom aðeins fram ein yfirlýsing sem hafði pólitískt gildi fyrir framtíðina. Það var staðfesting forsætisráðherra á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði ekki forgangsverkefni þegar að loknum kosningum. Hvers vegna er þessi yfirlýsing afdrifarík? Svarið er: Lítil von er til að Ísland losni úr viðjum gjaldeyrishafta og hárra vaxta meðan krónan er gjaldmiðill landsins. Við þær aðstæður er hætt við að atvinnuleysisskráin vaxi hraðar en verðmætasköpunin. Því er haldið fram að með því að semja við erlenda eigendur krónubréfa verði unnt að opna fyrir frjáls gjaldeyrisviðskipti á ný. Ekki er þó á vísan að róa í þeim efnum. Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað í því samhengi hvers vegna Íslendingar ættu betur að treysta gjaldmiðlinum en þeir útlendingar sem hér hafa lokast inni með krónur. Stefnan í peningamálum er óbreytt. Af fundargerð nýju peningastefnunefndarinnar verður tæpast annað ráðið en að hún meti meir hagsmuni erlendra eigenda krónubréfa en íslenskra atvinnufyrirtækja. Bæði ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan lýsa því yfir að hávextirnir og höftin séu til bráðabirgða og skapa þurfi skilyrði til þess að tuttugu þúsund ný störf verði til. Vandinn er sá að á hvorugt borð eru menn með aðgerðir á prjónunum sem glæða von um að þær aðstæður komi þegar til lengri tíma er litið sem leyst geta þjóðina undan oki gjaldeyrishafta og böli atvinnuleysis. Hvernig má það vera að raunhæfar framtíðarlausnir eru ekki í boði í aðdraganda kosninga? Sennilegasta skýringin er að enginn þungi er í kröfunni um úrbætur, hvorki frá fólkinu né fyrirtækjunum. Nauðsynlegt uppgjör við fortíðina á allan huga fólks. Af því leiðir að lítil orka er aflögu til að knýja á um lausnir. Vinstri grænt og Sjálfstæðisflokkurinn eru alfarið á móti evru með aðild að Evrópusambandinu. Í báðum flokkum liggja að baki mismunandi rök þjóðernishyggju og hagsmunagæslu. Óhagræði sjávarútvegs og landbúnaðar af Evrópusambandsaðild sýnist þyngra á vogarskálum hagsmunamatsins en ávinningur af frjálsum gjaldeyrisviðskiptum og samkeppnishæfri mynt. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn hafa aðild á dagskrá. Báðir flokkarnir hafa vikið henni til hliðar af mismunandi ástæðum. Samfylkingin metur þá hagsmuni meiri að tryggja frið í ríkisstjórnarsamstarfinu en að setja aðild sem skilyrði. Í Framsóknarflokknum er andstaðan rík þrátt fyrir stefnuyfirlýsinguna. Flokksforystan lítur þar af leiðandi svo á að meiri hagsmunir séu í því að rugga ekki bátnum en róa að stefnumiðinu. Mikill meirihluti Samtaka atvinnulífsins telur óhjákvæmilegt að taka upp nýja mynt með Evrópusambandsaðild. Andstaða útvegsmanna hefur hins vegar lamað afl samtakanna. Fyrir vikið hafa þau lítið fram að færa til lausnar og kjósa þögnina. Alþýðusambandið styður eðlilega aðild. Forysta þess ákvað hins vegar að fresta því um sinn að knýja á um framgang málsins til að trufla ekki stjórnarsamstarfið. Þeir hagsmunir voru taldir brýnni en von fólksins um vöxt í atvinnulífinu. Spurningin er: Á að bíða eftir að atvinnuleysisskráin fylli töluna þrjátíu þúsund? Stundaglas andvaraleysisins tæmist fyrr en varir. Nokkur ár tekur að innleiða nýjan gjaldmiðil. Fyrir þá sök má engan tíma missa. Heildarhagsmunirnir eru skýrir. Víst er að upplokið verður fyrir þeim sem knýja á. Hvar eru þeir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Í sjónvarpsumræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna undir lok síðustu viku kom aðeins fram ein yfirlýsing sem hafði pólitískt gildi fyrir framtíðina. Það var staðfesting forsætisráðherra á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði ekki forgangsverkefni þegar að loknum kosningum. Hvers vegna er þessi yfirlýsing afdrifarík? Svarið er: Lítil von er til að Ísland losni úr viðjum gjaldeyrishafta og hárra vaxta meðan krónan er gjaldmiðill landsins. Við þær aðstæður er hætt við að atvinnuleysisskráin vaxi hraðar en verðmætasköpunin. Því er haldið fram að með því að semja við erlenda eigendur krónubréfa verði unnt að opna fyrir frjáls gjaldeyrisviðskipti á ný. Ekki er þó á vísan að róa í þeim efnum. Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað í því samhengi hvers vegna Íslendingar ættu betur að treysta gjaldmiðlinum en þeir útlendingar sem hér hafa lokast inni með krónur. Stefnan í peningamálum er óbreytt. Af fundargerð nýju peningastefnunefndarinnar verður tæpast annað ráðið en að hún meti meir hagsmuni erlendra eigenda krónubréfa en íslenskra atvinnufyrirtækja. Bæði ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan lýsa því yfir að hávextirnir og höftin séu til bráðabirgða og skapa þurfi skilyrði til þess að tuttugu þúsund ný störf verði til. Vandinn er sá að á hvorugt borð eru menn með aðgerðir á prjónunum sem glæða von um að þær aðstæður komi þegar til lengri tíma er litið sem leyst geta þjóðina undan oki gjaldeyrishafta og böli atvinnuleysis. Hvernig má það vera að raunhæfar framtíðarlausnir eru ekki í boði í aðdraganda kosninga? Sennilegasta skýringin er að enginn þungi er í kröfunni um úrbætur, hvorki frá fólkinu né fyrirtækjunum. Nauðsynlegt uppgjör við fortíðina á allan huga fólks. Af því leiðir að lítil orka er aflögu til að knýja á um lausnir. Vinstri grænt og Sjálfstæðisflokkurinn eru alfarið á móti evru með aðild að Evrópusambandinu. Í báðum flokkum liggja að baki mismunandi rök þjóðernishyggju og hagsmunagæslu. Óhagræði sjávarútvegs og landbúnaðar af Evrópusambandsaðild sýnist þyngra á vogarskálum hagsmunamatsins en ávinningur af frjálsum gjaldeyrisviðskiptum og samkeppnishæfri mynt. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn hafa aðild á dagskrá. Báðir flokkarnir hafa vikið henni til hliðar af mismunandi ástæðum. Samfylkingin metur þá hagsmuni meiri að tryggja frið í ríkisstjórnarsamstarfinu en að setja aðild sem skilyrði. Í Framsóknarflokknum er andstaðan rík þrátt fyrir stefnuyfirlýsinguna. Flokksforystan lítur þar af leiðandi svo á að meiri hagsmunir séu í því að rugga ekki bátnum en róa að stefnumiðinu. Mikill meirihluti Samtaka atvinnulífsins telur óhjákvæmilegt að taka upp nýja mynt með Evrópusambandsaðild. Andstaða útvegsmanna hefur hins vegar lamað afl samtakanna. Fyrir vikið hafa þau lítið fram að færa til lausnar og kjósa þögnina. Alþýðusambandið styður eðlilega aðild. Forysta þess ákvað hins vegar að fresta því um sinn að knýja á um framgang málsins til að trufla ekki stjórnarsamstarfið. Þeir hagsmunir voru taldir brýnni en von fólksins um vöxt í atvinnulífinu. Spurningin er: Á að bíða eftir að atvinnuleysisskráin fylli töluna þrjátíu þúsund? Stundaglas andvaraleysisins tæmist fyrr en varir. Nokkur ár tekur að innleiða nýjan gjaldmiðil. Fyrir þá sök má engan tíma missa. Heildarhagsmunirnir eru skýrir. Víst er að upplokið verður fyrir þeim sem knýja á. Hvar eru þeir?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun