Danski bankatryggingasjóðurinn þarf að borga vegna Straums 12. mars 2009 08:44 Vegna hruns Straums mun danski bankatryggingasjóðurinn (Indskydergarantifonden) þrufa að greiða dönskum sparifjáreigendum hluta af innistæðum sínum í bankanum. Í umfjöllun um málið í blaðinu Berlingske Tidende kemur fram að þetta verði í fyrsta sinn í 14 ár sem sjóðurinn þarf að borga út fé til innistæðueigenda. Og telur blaðið að þegar upp er staðið muni hrun Straums kosta danska skattgreiðendur og banka milljónir danskra kr. Ekki liggur ljóst fyrir hve margir Danir áttu innistæður hjá Straumi þegar Fjármálaeftirlitið yfirtók bankann í upphafi vikunnar. Samkvæmt Berlinske Tidende mun íslenski bankatryggingarsjóðrinn borga fyrstu 156 þúsund dönsku krónurnar, næstu 144 þúsund dkr. kom svo frá danska tryggingarsjóðum og allar upphæðir sem eru umfram 300.000 dkr. eða tæplega 6 milljón kr. munu koma frá sérstökum björgunarsjóð danska bankakerfisins (Finansiel Stabilitet). Það sem flækir málið að sögn blaðsins er staða íslenska tryggingarsjóðsins og hvort hann geti yfirhöfuð staðið við sínar tryggingar. Sérstaklega í ljósi þess að þrír stærstu bankar Íslands komust í þrot áður en Straumur féll. Íslensk stjórnvöld hafa hinsvegar lýst því yfir að allar innistæður í Straumi séu tryggar. Viggo Sörensen skrifstofustjóri danska seðlabankans, sem hefur umsjón með bankatryggingarsjóðnum, segir að þeir hafi þegar verið í sambandi við kollega sína á Íslandi. "Við vonum að sjálfsögðu að Íslendingarnir muni borga," segir Sörensen. "En við erum ekki skyldugir til að draga þá að landi ef þeir geta það ekki." Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Vegna hruns Straums mun danski bankatryggingasjóðurinn (Indskydergarantifonden) þrufa að greiða dönskum sparifjáreigendum hluta af innistæðum sínum í bankanum. Í umfjöllun um málið í blaðinu Berlingske Tidende kemur fram að þetta verði í fyrsta sinn í 14 ár sem sjóðurinn þarf að borga út fé til innistæðueigenda. Og telur blaðið að þegar upp er staðið muni hrun Straums kosta danska skattgreiðendur og banka milljónir danskra kr. Ekki liggur ljóst fyrir hve margir Danir áttu innistæður hjá Straumi þegar Fjármálaeftirlitið yfirtók bankann í upphafi vikunnar. Samkvæmt Berlinske Tidende mun íslenski bankatryggingarsjóðrinn borga fyrstu 156 þúsund dönsku krónurnar, næstu 144 þúsund dkr. kom svo frá danska tryggingarsjóðum og allar upphæðir sem eru umfram 300.000 dkr. eða tæplega 6 milljón kr. munu koma frá sérstökum björgunarsjóð danska bankakerfisins (Finansiel Stabilitet). Það sem flækir málið að sögn blaðsins er staða íslenska tryggingarsjóðsins og hvort hann geti yfirhöfuð staðið við sínar tryggingar. Sérstaklega í ljósi þess að þrír stærstu bankar Íslands komust í þrot áður en Straumur féll. Íslensk stjórnvöld hafa hinsvegar lýst því yfir að allar innistæður í Straumi séu tryggar. Viggo Sörensen skrifstofustjóri danska seðlabankans, sem hefur umsjón með bankatryggingarsjóðnum, segir að þeir hafi þegar verið í sambandi við kollega sína á Íslandi. "Við vonum að sjálfsögðu að Íslendingarnir muni borga," segir Sörensen. "En við erum ekki skyldugir til að draga þá að landi ef þeir geta það ekki."
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent