Ryanair skilar fyrsta tapi í sögu félagsins Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 2. júní 2009 09:54 Ryanair skilar fyrsta tapi í sögu félagsins. Mynd/AFP Flugfélagið Ryanair hefur tilkynnt um fyrsta tapið í sögu félagsins. Tapið má meðal annars rekja til hækkunar á eldsneytisverði en einnig þurfti félagið að afskrifa virði eignarhlutar þess í keppinautnum Aer Lingus. Tapið var meira en greiningardeildir höfðu spáð fyrir um. Tap Ryanair nam 169 milljónum evra á tímabilinu 1. apríl 2008 til 31. mars 2009, samanborið við 481 milljónar evra hagnað árið áður. Sala félagsins jókst hinsvegar um 8,4% og nam tæpum þremur milljörðum evra. Olíuverð náði methæðum síðasta sumar og segja stjórnendur fyrirtækisins að eldsneytiskostnaður félagsins hafi því farið úr 791 milljón evra upp í 1,3 milljarða evra. Ryanair þurfti að afskrifa 29,8% eignarhlut sinn í Aer Lingus um rúmar 222 milljónir evra eftir að bréf í hinu síðarnefndar hríðféllu. Séu áhrif afskriftanna tekin út úr rekstrarreikningi ásamt svokölluðum einsskiptis þáttum nam hagnaður félagsins 105 milljónum evra en það er 78% lækkun milli ára. Ryanair hefur í tvígang reynt að yfirtaka Aer Lingus án árangurs. Nú síðast í janúar var yfirtökutilboði Ryanair hafnað af ríkisstjórn Írlands sem er næst stærsti hluthafinn í Aer Lingus. Stjórnendur Ryanair sjá engu að síður fram á bjartari tíð með blóm í haga þar sem verð á olíutunnunni hefur lækkað frá því það náði hámarki í júlí á síðastsa ári. Þá kostaði olíutunnan 147 dali en fór niður í 32 dali í desember á síðasta ári. Í dag stendur tunnan í 67 dölum. Michael O´Leary, forstjóri Ryanair segir að félagið ætli að láta lækkun eldsneytiskostnaðar, sem og lækkun annars kostnaðar, skila sér í lækkuðu fargjaldi. Hann segist jafnframt sjá fram á að félagið skili hagnaði upp á 200-300 milljónir evra á þessu reikningsári. Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Flugfélagið Ryanair hefur tilkynnt um fyrsta tapið í sögu félagsins. Tapið má meðal annars rekja til hækkunar á eldsneytisverði en einnig þurfti félagið að afskrifa virði eignarhlutar þess í keppinautnum Aer Lingus. Tapið var meira en greiningardeildir höfðu spáð fyrir um. Tap Ryanair nam 169 milljónum evra á tímabilinu 1. apríl 2008 til 31. mars 2009, samanborið við 481 milljónar evra hagnað árið áður. Sala félagsins jókst hinsvegar um 8,4% og nam tæpum þremur milljörðum evra. Olíuverð náði methæðum síðasta sumar og segja stjórnendur fyrirtækisins að eldsneytiskostnaður félagsins hafi því farið úr 791 milljón evra upp í 1,3 milljarða evra. Ryanair þurfti að afskrifa 29,8% eignarhlut sinn í Aer Lingus um rúmar 222 milljónir evra eftir að bréf í hinu síðarnefndar hríðféllu. Séu áhrif afskriftanna tekin út úr rekstrarreikningi ásamt svokölluðum einsskiptis þáttum nam hagnaður félagsins 105 milljónum evra en það er 78% lækkun milli ára. Ryanair hefur í tvígang reynt að yfirtaka Aer Lingus án árangurs. Nú síðast í janúar var yfirtökutilboði Ryanair hafnað af ríkisstjórn Írlands sem er næst stærsti hluthafinn í Aer Lingus. Stjórnendur Ryanair sjá engu að síður fram á bjartari tíð með blóm í haga þar sem verð á olíutunnunni hefur lækkað frá því það náði hámarki í júlí á síðastsa ári. Þá kostaði olíutunnan 147 dali en fór niður í 32 dali í desember á síðasta ári. Í dag stendur tunnan í 67 dölum. Michael O´Leary, forstjóri Ryanair segir að félagið ætli að láta lækkun eldsneytiskostnaðar, sem og lækkun annars kostnaðar, skila sér í lækkuðu fargjaldi. Hann segist jafnframt sjá fram á að félagið skili hagnaði upp á 200-300 milljónir evra á þessu reikningsári.
Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent