Landbúnaðarsjóður stærsti lánveitandi í fasteign Magasin 2. mars 2009 09:32 Það kemur svolítið á óvart að Lánastofnun landbúnaðarins í Danmörku, DLR, er stærsti lánveitandinn í fasteigninni sem hýsir Magasin du Nord sem aftur er að mestu í eigu Straums. Þetta kemur fram í ítarlegri grein um stöðu mála hjá Magasin du Nord og Illum í blaðinu Berlinske Tidende í dag. DLR hefur lánað 935 milljónir danskra kr. eða rúmlega 19 milljarða kr. til fasteignafélagsins Kongens Nytorv Aps. Félag þetta var áður í tæplega 50% eigu Hólakots áður en Straumur tók yfir reksturinn nú eftir áramótin. Næststærsti lánveitandinn er svo þýska fjármálafyrirtækið Hypo Real með lán upp á 124 miljónir danskra kr. eða um 2,1 milljarða kr.. Þar sem DLR má aðeins lána upp að 60% af fasteignamati eigna hefur stofnunin metið Kongens Nytorv upp á 1,5 milljarða danskra kr. eða tæplega 30 milljarða kr. er lánið var veitt. Fasteignasalar efast um að þetta flaggskip danska verslunarflotans sé svo mikils virði í dag. Bent Andersen forstjóri DLR er þó pollrólegur með lánaviðskiptin við Kongens Nytorv. Hann segir í samtali við Berlinske að hann sé viss um að raunverulegt virði fasteignarinnar sé langt fyrir ofan milljarð danskra kr.. Töluverður orðrómur hefur verið í gangi um að bæði Magasin og Illum séu til sölu þessa stundina. Markaðurinn er hinsvegar erfiður vegna fjármálakreppunnar og óvíst hvort reynt verði að selja aðra hvora eða báðar verslanirnar í náinni framtíð. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Það kemur svolítið á óvart að Lánastofnun landbúnaðarins í Danmörku, DLR, er stærsti lánveitandinn í fasteigninni sem hýsir Magasin du Nord sem aftur er að mestu í eigu Straums. Þetta kemur fram í ítarlegri grein um stöðu mála hjá Magasin du Nord og Illum í blaðinu Berlinske Tidende í dag. DLR hefur lánað 935 milljónir danskra kr. eða rúmlega 19 milljarða kr. til fasteignafélagsins Kongens Nytorv Aps. Félag þetta var áður í tæplega 50% eigu Hólakots áður en Straumur tók yfir reksturinn nú eftir áramótin. Næststærsti lánveitandinn er svo þýska fjármálafyrirtækið Hypo Real með lán upp á 124 miljónir danskra kr. eða um 2,1 milljarða kr.. Þar sem DLR má aðeins lána upp að 60% af fasteignamati eigna hefur stofnunin metið Kongens Nytorv upp á 1,5 milljarða danskra kr. eða tæplega 30 milljarða kr. er lánið var veitt. Fasteignasalar efast um að þetta flaggskip danska verslunarflotans sé svo mikils virði í dag. Bent Andersen forstjóri DLR er þó pollrólegur með lánaviðskiptin við Kongens Nytorv. Hann segir í samtali við Berlinske að hann sé viss um að raunverulegt virði fasteignarinnar sé langt fyrir ofan milljarð danskra kr.. Töluverður orðrómur hefur verið í gangi um að bæði Magasin og Illum séu til sölu þessa stundina. Markaðurinn er hinsvegar erfiður vegna fjármálakreppunnar og óvíst hvort reynt verði að selja aðra hvora eða báðar verslanirnar í náinni framtíð.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira