Skoðanaskrif í Fréttablaðinu Jón Kaldal skrifar 7. júlí 2009 06:00 Einn hornsteina ritstjórnarstefnu Fréttablaðsins er að Fréttablaðið hefur ekki skoðun. Hefur það verið yfirlýst stefna blaðsins allt frá stofnun vorið 2001. Þetta er ástæðan fyrir því að þær skoðanir sem birtast í skoðanadálkum Fréttablaðinu eru settar fram af nafngreindum höfundum. Gildir það jafnt um það efni sem birtist á þessum stað, sem og í dálki á borð við Frá degi til dags hér til hliðar. Kvittað er við textann með nafni eða netfangi. Þrátt fyrir að þetta fyrirkomulagi hafi verið í gildi í ríflega átta ár gætir stundum enn þess misskilnings að þær skoðanir sem eru viðraðar séu jafnvel runnar undan rifjum einhverra annarra en þess sem setur þær fram. Eflaust má rekja það til þeirrar ritstjórnarstefnu, sem er til dæmis ríkjandi á Morgunblaðinu, að blöð og heilu ritstjórnirnar hafi eina samræmda skoðun. Svo slík stefna gangi upp þarf stranga miðstýringu um hvaða skoðanir eru í lagi og hvaða skoðanir eru ekki í lagi. Frá stofnun var lagt upp með að forðast slíka skoðanamiðstýringu á Fréttablaðinu. Var það hluti af því markmiði útgefenda Fréttablaðsins að það yrði grundvöllurinn að dagblaðalestri þjóðarinnar. Það tókst með glæsibrag. Þann árangur má örugglega þakka meðal annars þeirri ákvörðun að Fréttablaðið hefur sem slíkt ekki skoðun heldur leitast við að endurspegla fjölbreytt sjónarmið í þjóðmálaumræðunni. Sú ákvörðun var nýstárleg á sínum tíma, enda hafði blaðaútgáfa á Íslandi verið um árabil að miklu leyti nátengd stjórnmálaflokkum, og blöðin haldið flokkslínunum í gegnum þykkt og þunnt. Aðstandendur Fréttablaðsins hafa nú tekið ákvörðun um að hnykkja enn frekar á þeirri stefnu að blaðið hafi ekki skoðun með því að opna forystugreinapláss blaðsins fyrir völdum hópi utanhússpenna. Í Fréttablaðinu í dag eru kynntir til leiks sex einstaklingar sem munu skrifa forystugreinar í blaðið. Á næstunni munu ef til vill fleiri bætast í þennan fjölbreytta hóp. Forystugreinar verða einnig áfram skrifaðar af starfsmönnum ritstjórnar blaðsins. Hlutleysi er orð sem virðulegir fjölmiðlar vilja gjarnan nota yfir efnistök sín. Í því felst þó ákveðin hræsni. Sá sem stýrir umfjölluninni kemst ekki hjá því að taka afstöðu, þó ekki nema til dæmis með vali á viðmælendum og sjónarhorni. Mun raunhæfara er að hafa jafnvægi sem leiðarminni. Það þýðir að ná báðum hliðum, eða öllum eins og oftar er, og flytja í frétt. Hlutleysi er hins vegar ekkert spennandi í skoðanagreinum heldur á að taka afstöðu og rökstyðja hana. Þar snýst jafnvægið um að útiloka ekki tiltekin sjónarmið heldur veita fólki með ólíkar skoðanir vettvang til að tjá þær. Nýir liðsmenn Fréttablaðsins munu án vafa nýta sér það tækifæri. Í hátíðarræðu yrði þessi stefna orðuð sem svo að tilgangurinn sé að deila fjórða valdinu með fólki utan ritstjórnar blaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Einn hornsteina ritstjórnarstefnu Fréttablaðsins er að Fréttablaðið hefur ekki skoðun. Hefur það verið yfirlýst stefna blaðsins allt frá stofnun vorið 2001. Þetta er ástæðan fyrir því að þær skoðanir sem birtast í skoðanadálkum Fréttablaðinu eru settar fram af nafngreindum höfundum. Gildir það jafnt um það efni sem birtist á þessum stað, sem og í dálki á borð við Frá degi til dags hér til hliðar. Kvittað er við textann með nafni eða netfangi. Þrátt fyrir að þetta fyrirkomulagi hafi verið í gildi í ríflega átta ár gætir stundum enn þess misskilnings að þær skoðanir sem eru viðraðar séu jafnvel runnar undan rifjum einhverra annarra en þess sem setur þær fram. Eflaust má rekja það til þeirrar ritstjórnarstefnu, sem er til dæmis ríkjandi á Morgunblaðinu, að blöð og heilu ritstjórnirnar hafi eina samræmda skoðun. Svo slík stefna gangi upp þarf stranga miðstýringu um hvaða skoðanir eru í lagi og hvaða skoðanir eru ekki í lagi. Frá stofnun var lagt upp með að forðast slíka skoðanamiðstýringu á Fréttablaðinu. Var það hluti af því markmiði útgefenda Fréttablaðsins að það yrði grundvöllurinn að dagblaðalestri þjóðarinnar. Það tókst með glæsibrag. Þann árangur má örugglega þakka meðal annars þeirri ákvörðun að Fréttablaðið hefur sem slíkt ekki skoðun heldur leitast við að endurspegla fjölbreytt sjónarmið í þjóðmálaumræðunni. Sú ákvörðun var nýstárleg á sínum tíma, enda hafði blaðaútgáfa á Íslandi verið um árabil að miklu leyti nátengd stjórnmálaflokkum, og blöðin haldið flokkslínunum í gegnum þykkt og þunnt. Aðstandendur Fréttablaðsins hafa nú tekið ákvörðun um að hnykkja enn frekar á þeirri stefnu að blaðið hafi ekki skoðun með því að opna forystugreinapláss blaðsins fyrir völdum hópi utanhússpenna. Í Fréttablaðinu í dag eru kynntir til leiks sex einstaklingar sem munu skrifa forystugreinar í blaðið. Á næstunni munu ef til vill fleiri bætast í þennan fjölbreytta hóp. Forystugreinar verða einnig áfram skrifaðar af starfsmönnum ritstjórnar blaðsins. Hlutleysi er orð sem virðulegir fjölmiðlar vilja gjarnan nota yfir efnistök sín. Í því felst þó ákveðin hræsni. Sá sem stýrir umfjölluninni kemst ekki hjá því að taka afstöðu, þó ekki nema til dæmis með vali á viðmælendum og sjónarhorni. Mun raunhæfara er að hafa jafnvægi sem leiðarminni. Það þýðir að ná báðum hliðum, eða öllum eins og oftar er, og flytja í frétt. Hlutleysi er hins vegar ekkert spennandi í skoðanagreinum heldur á að taka afstöðu og rökstyðja hana. Þar snýst jafnvægið um að útiloka ekki tiltekin sjónarmið heldur veita fólki með ólíkar skoðanir vettvang til að tjá þær. Nýir liðsmenn Fréttablaðsins munu án vafa nýta sér það tækifæri. Í hátíðarræðu yrði þessi stefna orðuð sem svo að tilgangurinn sé að deila fjórða valdinu með fólki utan ritstjórnar blaðsins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun