Viðskipti erlent

Dregur úr verðbólgu

Mjög hratt dró úr verðbólgu í desember, samkvæmt nýjustu tölum bresku hagstofunnar.
Mjög hratt dró úr verðbólgu í desember, samkvæmt nýjustu tölum bresku hagstofunnar. Markaðurinn/AP

Verðbólga mældist 3,1 prósent í Bretlandi í desember, samkvæmt tölum bresku hagstofunnar, sem birtar voru í gær.

Verðbólga mældist 4,1 prósent í nóvember og ljóst að ákvörðun stjórnvalda að lækka virðisaukaskatt úr 17,5 prósentum í fimmtán í mánuðinum hafi skilað sér hratt inn í hagkerfið.

Þetta er engu að síður nokkuð undir björtustu vonum en menn höfðu almennbt reiknað með 2,7 prósenta verðbólgu í mánuðinum. Hækkun á matvöruverði, gasi og raforku á sama tíma stóð hins vegar í vegi fyrir að úr rættist, að sögn breska ríkisútvarpsins. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×