Viðskipti erlent

Útlán hjá NIB slógu öll met í fyrra

Útlán hjá Norræna fjárfestingarbankanum (NIB) slógu öll met í fyrra og námu rúmum 2,7 milljörðum evra eða um 386 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að útlán bankans árið 2007 voru 2,2 milljarðar evra.

Johnny Åkerholm forstjóri NIB segir í tilkynningu um afkomu ársins hjá bankanum að fjármálakreppan hafi leitt í ljós mikilvægi bankans. Þeir sem standa að bankanum hafi getað leitað til hans með lán þegar kreppti að annarsstaðar.

Fram kemur í yfirliti yfir árið að NIB tapaði 281 milljón evra þrátt hefur töluverðar tekjur af kjarnastarfsemi sinni. M.a. þurfti að afskrifa 79 milljónir evra, að mestu vegna hruns efnahagskerfisins á Íslandi. Þá tapaði bankinn einnig töluverðu á hruni Lehman Brothers.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×