Viðskipti erlent

Macy´s boðar 7.000 uppsagnir

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Reuters

Bandaríska verslunarkeðjan Macy´s tilkynnti í gær að 7.000 uppsagnir væru yfirvofandi þar á bæ eftir að spár um stórlækkaðar tekjur á yfirstandandi fjárhagsári litu dagsins ljós.

Hlutabréf í Macy´s féllu um fjögur prósent þegar afkomuspárnar voru birtar og segja stjórnendur ekkert annað í stöðunni en að hefja niðurskurðarhnífinn á loft, nýliðin jól hafi verið þau aldöprustu á vettvangi smásöluverslunar sem menn muni eftir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×