Fallinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 11. nóvember 2009 06:00 Ég er því marki brenndur, líkt og margir fleiri, að rogast með hugmyndir sem hafa þann eina tilgang að upphefja sjálfan mig. Þær krefjast þess að ég taki mér sæti með þjáningabræðrum mínum á sjónarhóli þar sem við virðumst nokkru betri en allir aðrir. Ég kalla þá þjáningabræður því venjulega vill það koma fyrir að menn detta af þessum sjónarhóli og það getur verið býsna sárt. Það fékk ég að reyna fyrir stuttu við morgunverðarborðið á kaffihúsi einu í Zújar á Spáni. Á morgnana áður en haldið er út á akurinn er gott að sötra þar kaffi og spjalla við bændur. Hef ég sagt þeim ófáa fróðleiksmola um Ísland sem oft eru skreyttir enda um að gera að nýta skáldaleyfið. Um daginn sagði ég þeim frá því hvað ég saknaði sjósundsins sem við Íslendingar stundum grimmt í Nauthólsvíkinni. Áttu þeir erfitt með að trúa því að við eyjaskeggjar fleygðum okkur til sunds um hávetur. Taldi ég það ekkert undarlegt að veimiltítulegir landbúnaðarsynir ættu erfitt með að trúa sögum um vaska sjóvíkinga sem hefðu stundað sjósund frá örófi alda. Til dæmis hefði Grettir Ásmundsson orðið eldlaus í Drangey og heldur en að sleppa því að reykja það kvöldið hafi hann synt nokkra kílómetra til að fá eld. Þar sem nefið var hvort sem er farið að stækka sagðist ég hafa synt nokkur hundruð metra í fyrravetur fyrir eitt koníaksglas. Ég væri nefnilega ekkert svo ólíkur þessum frækna forföður mínum. „En hvernig eiga stráhattastrákar eins og þið að trúa svona löguðu sem getið ekki einu sinni unnið úti á akrinum á meðan rignir," sagði ég og fann til mín. En daginn eftir var ekki eins uppi á mér typpið. Veimiltíturnar spyrðu hvers vegna ég væri svo rotinpúrulegur. Ég tjáði þeim eins og rétt var að það væri allt rafmagnslaust. Þá væri ekki hægt að hita vatnið og ég yrði alveg ómögulegur þegar ég kæmist ekki í heita sturtu á köldum haustmorgni. Veimiltíturnar voru hins vegar nýþvegnar eftir kalda sturtu, eitthvað sem afkomandi Grettis hafði ekki treyst sér til að gera. Ég sá svipinn á mér í speglinum við barborðið; ég minnti á kommúnista við fall Berlínarmúrsins eða frjálshyggjumann við fall Glitnis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ég er því marki brenndur, líkt og margir fleiri, að rogast með hugmyndir sem hafa þann eina tilgang að upphefja sjálfan mig. Þær krefjast þess að ég taki mér sæti með þjáningabræðrum mínum á sjónarhóli þar sem við virðumst nokkru betri en allir aðrir. Ég kalla þá þjáningabræður því venjulega vill það koma fyrir að menn detta af þessum sjónarhóli og það getur verið býsna sárt. Það fékk ég að reyna fyrir stuttu við morgunverðarborðið á kaffihúsi einu í Zújar á Spáni. Á morgnana áður en haldið er út á akurinn er gott að sötra þar kaffi og spjalla við bændur. Hef ég sagt þeim ófáa fróðleiksmola um Ísland sem oft eru skreyttir enda um að gera að nýta skáldaleyfið. Um daginn sagði ég þeim frá því hvað ég saknaði sjósundsins sem við Íslendingar stundum grimmt í Nauthólsvíkinni. Áttu þeir erfitt með að trúa því að við eyjaskeggjar fleygðum okkur til sunds um hávetur. Taldi ég það ekkert undarlegt að veimiltítulegir landbúnaðarsynir ættu erfitt með að trúa sögum um vaska sjóvíkinga sem hefðu stundað sjósund frá örófi alda. Til dæmis hefði Grettir Ásmundsson orðið eldlaus í Drangey og heldur en að sleppa því að reykja það kvöldið hafi hann synt nokkra kílómetra til að fá eld. Þar sem nefið var hvort sem er farið að stækka sagðist ég hafa synt nokkur hundruð metra í fyrravetur fyrir eitt koníaksglas. Ég væri nefnilega ekkert svo ólíkur þessum frækna forföður mínum. „En hvernig eiga stráhattastrákar eins og þið að trúa svona löguðu sem getið ekki einu sinni unnið úti á akrinum á meðan rignir," sagði ég og fann til mín. En daginn eftir var ekki eins uppi á mér typpið. Veimiltíturnar spyrðu hvers vegna ég væri svo rotinpúrulegur. Ég tjáði þeim eins og rétt var að það væri allt rafmagnslaust. Þá væri ekki hægt að hita vatnið og ég yrði alveg ómögulegur þegar ég kæmist ekki í heita sturtu á köldum haustmorgni. Veimiltíturnar voru hins vegar nýþvegnar eftir kalda sturtu, eitthvað sem afkomandi Grettis hafði ekki treyst sér til að gera. Ég sá svipinn á mér í speglinum við barborðið; ég minnti á kommúnista við fall Berlínarmúrsins eða frjálshyggjumann við fall Glitnis.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun